RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Jón Jónsson með nýjan skemmtiþátt á RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sýningar á nýjum þrauta- og skemmtiþætti í umsjón Jóns Jónssonar söngvara hefjast í október á RÚV.

 

Þátturinn heitir Fjörskyldan og verður hann sýndur á laugardagskvöldum í vetur. Í þættinum etja fjölskyldur og vinir þeirra kappi hver við aðra í fjölbreyttri þrauta- og spurningakeppni þar sem reynir á hugvit, snerpu, húmor og skemmtilegheit.

„Tilgangurinn með svona þætti er að fá alla fjölskylduna saman fyrir framan sjónvarpið, til að horfa, gleðjast og tala saman. Jafnvel þannig að það sé eitthvað sem hægt er að spreyta sig á heima,“ segir Jón.

 

Við auglýsum nú eftir umsóknum frá fjölskyldum um allt land en átta lið munu taka þátt að þessu sinni. Í hverjum þætti keppa tvær fjölskyldur, en leikurinn samanstendur af skemmtilegum þrautum og spurningum sem keppendur þurfa að leysa saman.  Fjórir eru í hverju liði, 12 ára og eldri. Sigurliðið kemst áfram í næstu umferð og í desember kemur svo í ljós hvaða fjölskylda stendur uppi sem sigurvegari.

Fjölskyldur af öllum gerðum eru hvattar til sækja um. Pöbbum, mömmum, börnum, frændum, frænkum, öfum, ömmum og jafnvel vinkonum og vinum er velkomið að taka þátt.

Fyrsti þátturinn fer í loftið í lok október.