RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Forsýning á Framapoti í Bíó paradís

Framapot er ný íslensk þáttaröð sem hefur göngu sína annað kvöld kl.20:05 en þættirnir fjalla um þær Steineyju og Sigurlaugu Söru sem vita ekkert hvert þær stefna í lífinu. Í gær var forsýning á fyrstu tveimur þáttunum í Bíó paradís við góðar undirtektir viðstaddra.

Steiney og Sigurlaug Sara vita ekkert hvert þær stefna í lífinu en í þessum sex fræðandi og skemmtilegu sjónvarpsþáttum skoða þær möguleikana sem standa til boða þegar kemur að því að velja framhaldsnám og frama. Í þáttunum er spjallað við fólk og fagmenn úr öllum greinum og ýmsum skólum.

Um dagskrárgerð sér Arnór Pálmi Arnarsson en þættirnir eru framleiddir af Saga Film fyrir RÚV.