Flýtileiðir

1. febrúar 2015

Vefur

Innlent efni er að jafnaði á vefnum í þrjá mánuði frá frumsýningu.

Erlent efni er að jafnaði á vefnum í eina viku frá frumsýningu.


Að horfa á ruv.is

Hvað þýðir Stream not found og hvað geri ég?

Nokkrar ástæður geta valdið því að þessi villa kemur fram.


1) Stundum kemur villan stream not found þó svo að skráin á bak við sé í lagi. Prófaðu fyrst að ýta á Ctrl F5 og smella aftur á play.


2) Ef þú ert að nota Internet Explorer er hugsanlegt að vafrinn sé stilltur á „compatability mode“. Sú stilling er einkum ætluð til að gamlar vefsíður og eldri kerfi birtist rétt en hefur þá hliðarverkum að síður sem eru hannaðar út frá nýrri stöðlum birtast brenglaðar og virkni þar er í ólagi. Til að laga þetta þarftu að smella á táknið sem lítur út eins og rifin blaðsíða og birtist í sama glugga og vefslóðin efst, eða nota annann vafra svo sem Google Chrome eða Firefox.


3) Ennfremur er hugsanlegt að þú hafir gert javascript óvirkt (disabled). Javascript er forsenda þess að flestar nýjar vefsíður birtist rétt á skjánum og allt á síðunni, til dæmis spilarar fyrir hljóð og mynd, virki. Hér eru leiðbeiningar um hvernig skal breyta þessu fyrir hvern vafra. Hafa skal í huga að hlutirnir gætu litið aðeins öðruvísi út miðað við lýsingarnar vegna útgáfu vafranna.


Internet Explorer: Smelltu á litla tannhjólið efst í hægra horninu. Smelltu á „Internet options“ í valmyndinni sem þá birtist. Í næstu valmynd smellirðu á flipann sem merktur er „Security“. Þar smellirðu á hnappinn „Custom level…“. Í löngum lista þarftu að skruna niður að „Security Settings – Internet Zone“ en þar undir er möguleikinn „Scripting“. Undir „Active Scripting“ velurðu valkostinn „Enable“. Þá birtist viðvörun og spurt er hvort þú viljir breyta stillingum á þennan hátt. Staðfestu það með því að smella á „Yes“. Því næst smellirðu á „OK“ og endurhleður síðuna eða endurræsir vafrann. [Upplýsingar miðast við útgáfu 10]


Google Chrome: Smelltu á „hamborgaratáknið“ efst í hægra horninu. Í vallistanum smellirðu á „Settings“. Á stuttum lista stendur neðst „Show advanced settings“. Þá kemur upp lengri síða og undir valkostinum „Privacy“ smellirðu á hnappinn „Content settings“. Í vallista sem þá birtist þarf kosturinn „Allow all sites to run JavaScript“ að vera valinn undir JavaScript. Svo er að endurglæða (refresh) síðuna eða endurræsa vafrann. [Upplýsingar miðast við útgáfu 30.0.1599.101 m]


Firefox: Í nýjustu útgáfu Firefox er ekki lengur unnt að taka afvirkja JavaScript og því ætti þessi vandi ekki að koma upp. Þessar upplýsingar miðast við útgáfu 23 af Firefox. Sértu með eldri útgáfu er rétt að þú uppfærir hana til að tryggja hámarksvirknu og öryggi á netinu. [Upplýsingar miðast við útgáfu 24.0]


Opera: Smelltu á „Opera“-flipann efst í vinstra horninu. Veldu „Setting“ og í valmyndinni sem þá birtist „Quick Preferences“. Þar birtist möguleiki til að haka við „Enable JavaScript“. Gættu þess að hakað sé í það hólf. [Upplýsingar miðast við útgáfu 12.16]


Ertu í útlöndum? Sumt efni megum við bara sýna innan Íslands og ef þú ert að reyna að horfa á erlenda framhaldsþætti eða heimildarmyndir til dæmis þá færðu stream not found.

Hvað þýðir Server not found og hvað geri ég?

Þegar þessi villa kemur upp næst ekki tenging við einn af netþjónunum okkar. En við eigum marga. Prófaðu að ýta á Ctrl F5 og smella aftur á play. Þá ætti beiðnin að hoppa á annan þjón og skráin að opnast. Stundum tekur þetta nokkur skipti og biðjumst við velvirðingar á því. Unnið er að lagfæringum.

Spilarinn birtist ekki, hvað get ég gert?

Þegar þú sérð engan spilara þarftu að öllum líkindum að uppfæra Flash hjá þér. Það er gert hér.

Hvernig hlusta ég á beina útsendingu Rásar 1 eða Rásar 2 á vefnum?

Veljið tengil á viðkomandi rás efst til hægri á síðunni. Ýtið svo á örvahnappinn (play) í spilaranum ofarlega til hægri á síðu rásarinnar.

Hvernig horfi ég á beina útsendingu RÚV á vefnum?

Veldu tengil merktan RÚV efst til hægri á síðunni. Smelltu á stóra spilarann á miðri RÚV-síðunni til að horfa. Athugaðu að ekki er öll sjónvarpsdagskrá RÚV send út á vefnum.

Hvar nálgast ég vefupptökur úr útvarpi og sjónvarpi?

Þær eru vistaðar í Sarpinum, vefupptökusafni RÚV. Tengil á Sarpinn er að finna í aðalvalmynd efst á vefnum eða hér.

Hvað er Sarpurinn?

Sarpurinn er vefupptökusafn RÚV. Þar er safnað saman upptökum af Rás 1, Rás 2 og RÚV til spilunar á vefnum. Einnig eru þar upptökur sem aðeins er að finna á vefnum. Í Sarpinum má leita að upptökum eftir miðli, flokkum og einstökum þáttum en einnig eftir leitarorði. Upptakan sem valin er spilast í spilara ofarlega á síðunni fyrir miðju, hvort sem um er að ræða hljóð- eða myndupptöku.

Hvar finn ég upplýsingar um dagskrá?

Á síðunni ruv.is/dagskra. Þar er að finna yfirlit yfir dagskrá dagsins á RÚV, Rás 1 og Rás 2. Einnig má nota dagatal á síðunni til að skoða dagskrá fram og aftur í tímann.

Hversu gamalt útvarps- og sjónvarpsefni get ég nálgast á vefnum?

RÚV geymir upptökur úr útvarpi og sjónvarpi að jafnaði í þrjá mánuði frá fyrsta útsendingardegi. Athugið að erlendir framhaldsþættir og heimildarmyndir eru einungis aðgengilegar í eina viku á vefnum og er lokað fyrir ip-tölur utan Íslands í þeim dagskrárliðum.

Af hverju er bara sumt útvarps- og sjónvarpsefni sett á vefinn?

RÚV hefur ekki réttindi til að sýna stóran hluta af útsendri sjónvarpsdagskrá á vefnum. Þetta gildir m.a. um mikið af erlendu dagskrárefni. Þá geta gilt sérsamningar um sýningar á sjónvarpsefni á vefnum. Um sumt sjónvarpsefni, s.s. alþjóðlegt íþróttaefni, gildir að ekki má hafa það aðgengilegt á vef í útlöndum. Það er sem sagt lokað á erlendar ip-tölur á marga íþróttaleiki sem þó eru sýnilegir á vefnum innanlands. Flest útvarpsefni er aðgengilegt til spilunar á vefnum og það í þrjá mánuði.

Hvaða spilara þarf ég að hafa til að horfa eða hlusta?

RÚV notar Flash-streymi til að streyma hljóð- og myndefni á vefnum. Tölvur notenda þurfa því Flash-viðbót frá Adobe til að spila efnið í Sarpinum. Tæki sem ekki styðja flash, s.s. iPhone og iPad, geta spilað efnið með hjálp HTML5 staðalsins sem er sjálfgefinn, t.d. í Safari-vafranum.

Get ég notað ruv.is með farsímanum mínum?

Farsímavefurinn m.ruv.is er sérsniðinn að þörfum snjallsíma og spjaldtölva (t.d. iPhone og síma með Androd stýrikerfinu frá Google) Farsímanotendur sem kjósa hreinan textavef geta notast við textaútgáfu á slóðinni www.ruv.is/text. Þá er aðalvefur RÚV einnig aðgengilegur fyrir þá sem það kjósa.

Get ég notað ruv.is á iPad?

Farsímaútgáfan m.ruv.is er m.a. ætluð fyrir iPad en aðalvefur RÚV hentar einnig fyrir iPad. Upptökur í Sarpinum á ruv.is eru aðgengilegar á iPad. Við mælum með að smella á Add to Home Screen þegar þið eruð á vefnum til að auðvelda aðgang framtíðarinnar.