Athugið / Attention

Live webstreams from Hekla and Katla are temporarily not available due to maintenance.

Bein vefútsending frá Heklu og Kötlu liggur tímabundið niðri vegna viðhaldsvinnu.

Vöktun HekluVöktun RÚV á Heklu er í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, LV/Fjarska og Gagnaveitu Reykjavíkur.

Búrfell er um 700 metra hátt fjall rétt ofan við Búrfellsvirkjun í Árnessýslu. Efst á fjallinu hefur fjarskiptafyrirtækið Fjarski aðstöðu en þar fékk RÚV leyfi til að koma fyrir annarri myndavél sem beint er að eldfjallinu Heklu sem er 12 km. suð-austur af Búrfelli. Hekla er tæplega 1500 m. há og gýs venjulega með áratuga millibili. Von er á gosi úr Heklu á næstunni eins og stóru systur Kötlu en Hekla gaus síðast 26. febrúar 2000.

Öryggismálanefnd RÚV stóð fyrir uppsetningu myndavélarinnar á Búrfelli í samstarfi við Almannavarnir, LV, Fjarska og Gagnaveitu Reykjavíkur sem annast netsamband við vélina.