Heilbrigðismál

Mikilvægt að fólk geti tekið sér veikindaleyfi

Veikindahlutfall á Landspítala er ekki óeðlilega hátt. Þetta segir yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Aðrir þættir en fjarvistir vegna veikinda séu betri til að leggja mat á álag meðal starfsfólks. 
26.06.2017 - 12:31

Sérfræðingar vilja sjúkraþyrlur til Íslands

Íslendingar ættu að nota sérstakar sjúkraþyrlur með sérmenntaðri áhöfn til að flytja bráðveika og slasaða sjúklinga á Landspítalann. Þetta er niðurstaða opinbers sérfræðingahóps sem vill gera tilraun með að nota slíka þyrlu á Suður- og Vesturlandi.
26.06.2017 - 12:32

Alltof mikil veikindi á meðal starfsfólks LSH

Það er sláandi hversu oft starfsmenn Landspítalans eru fjarverandi vegna veikinda. Þetta segir framkvæmdastjóri BHM. Allt of mikið álag sé á starfsfólkinu og grípa verði til aðgerða.
25.06.2017 - 18:42

Tapa tugum milljóna á miklum veikindum

Fjarvistir vegna veikinda starfsfólks Landspítalans eru töluvert yfir meðaltali annars staðar á vinnumarkaði. Spítalinn tapar tugum milljóna króna á ári vegna mikilla veikinda.
23.06.2017 - 19:58

1300 bandarísk börn deyja vegna skotsára

Nærri 1.300 börn deyja af völdum skotsára á ári hverju í Bandaríkjunum. Hvergi í velferðarríkjum er ástandið eins slæmt. 5.800 börn eru særð á ári hverju vegna byssuskota í landinu.
22.06.2017 - 16:30

Ekki víst að lyf við lömunarsjúkdómi virki

Lyfjanefnd Landspítalans metur hvort lyf við banvænum lömunarsjúkdómi verði leyft til notkunar hér þótt lyfið hafi ekki fengið markaðsleyfi í Evrópu. Lyfjastofnun Bandaríkjanna veitti framleiðsluleyfi fyrir lyfinu þó að það hefði einungis verið...
22.06.2017 - 12:19

Órökrétt og ruglandi niðurstaða Evrópudómstóls

Dómstólar Evrópuríkja mega úrskurða að bólusetningar valdi sjúkdómum, þrátt fyrir að engar vísindalegar sannanir séu fyrir tengslum á milli bóluefnisins og sjúkdómsins. Evrópudómstóllinn komst að þessari niðurstöðu í dag.
22.06.2017 - 01:39

Krabbamein Stefáns Karls langt gengið

Krabbamein sem leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefur glímt við undanfarna mánuði er langt gengið og lífslíkur hans eru verulega skertar. Þessu greinir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, kona hans, frá í færslu á Facebook. Hún segir að lækning sé ekki...
21.06.2017 - 21:06

Lyfjanefnd skoðar undanþágu vegna 5 ára drengs

Lyfjanefnd Landspítalans reynir að finna lausn á máli fimm ára drengs sem þjáist af banvænum lömunarsjúkdómi. Lyf sem hægir á sjúkdómnum er komið á markað í Bandarríkunum, en ekki er markaðsleyfi fyrir lyfið í Evrópu og þar með ekki hér á landi.
21.06.2017 - 19:44

„Heilbrigðiskerfið er illa samhæft“

Of mikið er verið að verja stofnanir í stað sjúklinga í íslensku heilbrigðiskerfi, segir sérfræðingur í slíkum skerfum. Þá vanti stefnumótun hjá stjórnvöldum í öldrunarmálum og málefnum langveikra. Skortur á samhæfingu í kerfinu kosti bæði tíma og...
21.06.2017 - 18:23

„Engin spurning að öryggi sjúklinga er ógnað“

Úttekt Embættis landlæknis á stöðu mála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var mikill léttir, að sögn Guðnýjar Birnu Guðmundsdóttur, deildarstjóra á slysa- og bráðamóttöku stofnunarinnar. „Úttektin er mjög ítarleg og flest af því sem við höfum bent á...
21.06.2017 - 13:15

„Fólk kemst ekki upp með að bæta sig ekki“

Fylgst verður náið með framvindu mála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja næstu tólf mánuði, að sögn Leifs Bárðarsonar, staðgengils landlæknis. Niðurstöður úttektar embættisins, sem birtar voru á dögunum, voru á þá leið að þar væri skortur á læknum og...
21.06.2017 - 11:13

5 ára drengur fær ekki lyf sem seinkar lömun

Foreldrar 5 ára drengs sem glímir við hinn banvæna DMD lömunarsjúkdóm skilja ekki hvers vegna hann getur ekki fengið lyf sem fæst í Bandaríkjunum og seinkar framgangi sjúkdómsins. Lyfjastofnun hefur ekki fengið undanþágubeiðni frá lækni um notkun á...
20.06.2017 - 21:22

Suðurnes: Vill nýtt greiðslukerfi heilsugæslu

Taka þarf upp sama greiðslukerfi á heilsugæslunni á Suðurnesjum og gert hefur verið á höfuðborgarsvæðinu, að mati varaformanns velferðarnefndar Alþingis. Þetta muni saxa á biðlista þar sem eru mun lengri en í borginni.
20.06.2017 - 15:14

Reykjanesbær: Krabbamein ekki vegna mengunar

Marktækur munur er á nýgengi lungna- og leghálskrabbameins á landsvísu og í Reykjanesbæ síðustu tíu ár, samkvæmt úttekt á vegum Krabbameinsfélagsins. Síðustu tíu ár var nýgengi leghálskrabbameins um tvisvar sinnum hærra í Reykjanesbæ en á landinu...
16.06.2017 - 04:57