Heilbrigðismál

Segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála

Forsætisráðherra segir að rekstrarfé Landspítalans verði ekki aukið nema með því að skera niður önnur ríkisútgjöld. Hann segir að í ríkisfjármálaáætlun sé forgangsraðað í þágu heilbrigðismála og velferðarmála.
24.04.2017 - 23:44

Segir 5 milljarða niðurskurð blasa við

Samkvæmt fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vantar yfir fimm milljarða króna til Landspítalinn geti sinnt þeim verkefnum sem honum er ætlað, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans.
24.04.2017 - 18:58

Bendir á hagsmunaárekstra og samskiptavanda

Aðgengi að þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur árum saman verið ófullnægjandi og leitt til þess að almenningur leitar iðulega á bráðamóttöku Landspítalans með erindi sem Heilsugæslan gæti leyst. Hætta er á hagsmunaárekstrum þegar læknar...
24.04.2017 - 14:25

Prófa nýtt bóluefni gegn malaríu

Nýtt bóluefni gegn malaríu verður prófað í þremur Afríkulöndum á árunum 2018-2020. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin greindi frá þessu í morgun
24.04.2017 - 08:53

Forstjóri LSH gagnrýnir ríkisfjármálaáætlun

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans segir að í ríkisfjármálaáætlun sé gert ráð fyrir of litlu fé til reksturs spítalans og það komi of seint. Við blasi milljarða gat í rekstri Landspítalans og að óbreyttu verði 2018 mjög erfitt ár hjá...
22.04.2017 - 19:57

Óljóst hver veitir leyfi fyrir einkarekstri

Það er óljóst hver veitir leyfi um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, segir Nichole Leigh Mosty, formaður Velferðarnefndar Alþingis. Hún vill banna arðgreiðslur úr einkafyrirtækjum í heilbrigðiskerfinu.
22.04.2017 - 19:55

Segir Óttarr koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir að Óttarr Proppé, núverandi ráðherra, hafi ákveðið að taka upp tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi „án þess að kalla það ákvörðun og án þess að gangast við því“. Þar vísar hún til þeirrar...
22.04.2017 - 11:13

Páli brugðið vegna fjármálaáætlunar

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist vona að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 verði leiðrétt með hliðsjón af raunveruleikanum. Að öðrum kosti þurfi Landspítalinn að draga verulega saman í rekstri á næsta ári.
21.04.2017 - 22:08

Farsímar mögulegur áhættuþáttur krabbameina

Þeir sem tala mikið í farsíma og hafa gert árum saman, geta verið í aukinni hættu á að fá heilaæxli. Þetta segir doktor í lýðheilsuvísindum. Ítalskur dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að mikil farsímanotkun hafi valdið því að stjórnandi í...
21.04.2017 - 16:25

Sykurlaust gos tengt alvarlegum sjúkdómum

Neysla sykurlausra gosdrykkja, sem innihalda sætuefni, eykur verulega líkur á heilabilun og heilablóðfalli. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandarískra vísindamanna.
21.04.2017 - 12:12

Gylfi: Hækkar sjúkrakostnað margra

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir hana fela í sér alvarlega aðför að velferðarkerfinu. „Það er auðvitað ekki velferðarþjónusta að byggja nýjan spítala. Þó við gerum ekki lítið úr því að byggja...
21.04.2017 - 06:31

Svifryksmengun oft yfir heilsuverndarmörkum

Svifryksmengun í Reykjavík hefur ítrekað farið yfir heilsuverndarmörk það sem af er ári. Mörkin voru rýmkuð með nýrri reglugerð í fyrra. Nú má svifryksmengun fara yfir heilsuverndarmörk 35 sinnum á ári. Áður mátti það aðeins gerast sjö sinnum.
20.04.2017 - 19:15

Lyf gegn flogum og geðhvörfum veldur vansköpun

Lyf sem gefin voru barnshafandi konum við flogaveiki og geðhvörfum ollu því að rúmlega fjögur þúsund börn í Frakklandi fæddust vansköpuð. Þetta eru niðurstöður nýrrar franskrar könnunar.
20.04.2017 - 18:01

Segir ráðuneytið leyfa einkavæðingu að vaxa

Túlkun heilbrigðisráðuneytisins á heilbrigðislögunum gerir það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúsþjónustu getur haldið áfram að vaxa hér á landi í skjóli samnings Sjúkratrygginga Íslands og...
20.04.2017 - 07:46

Aðalræðisskrifstofa Grænlands væntanleg

Verulegar líkur eru á því að Grænlendingar opni aðalræðisskrifstofu á Íslandi innan tíðar. Íslenskur aðalræðismaður hefur starfað í Nuuk frá því 2013. Grænlenska þingið tekur til umræðu í byrjun maí tillögu um að veita fé til aðalræðisskrifstofu í...
18.04.2017 - 18:30