Heilbrigðismál

Ekkert í staðinn fyrir skerta fæðingarþjónustu

Meira álag og fjárhagsáhyggjur fylgja því að eignast barn, fyrir þá sem eru búsettir þar sem er ekki fæðingarþjónusta. Þetta segir móðir á Patreksfirði. Ekkert hafi komið í staðinn fyrir fæðingarþjónustuna þar og ábyrgðinni verið varpað á foreldra.
22.05.2017 - 15:33

Gera sígarettupakkana eins ljóta og hægt

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi stefna að því að gera tóbaksreykingar eins óspennandi og hægt er. Héðan í frá má einungis selja sígarettur í mosagrænum pökkum. Viðvörun um hætturnar af reykingum eiga að ná yfir allt að tveimur þriðjuhlutum umbúða.
20.05.2017 - 20:00

Áfengisfrumvarpið - ruddaskapur í meirihluta

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins er æf yfir framgangi meirihluta Allsherjar- og menntamálanefndar sem hafi rifið áfengisfrumvarpið út úr nefndinni í gær. Það sé gífurlega ruddaleg framkoma því miklar breytingar hafi verið gerðar á...
20.05.2017 - 12:23

Ítalir lögfesta bólusetningarskyldu barna

Stjórnvöld á Ítalíu hafa lögfest skyldubólusetningu barna gegn tólf sjúkdómum, þar á meðal mislingum, hettusótt og lömunarveiki. Foreldrar sem ekki láta bólusetja börn sín mega búast við sektum. Paolo Gentolini, forsætisráðherra Ítalíu, kynnti...
20.05.2017 - 04:16

Fleiri íhuga að segja upp

Sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) íhuga nú alvarlega að segja upp störfum. Engin lausn er í sjónmáli í kjaradeilu sjúkraflutningamanna í hlutastarfi og ríkisins.
19.05.2017 - 16:33

Samþykktu stuðning en settu ekki á fjárlög

Ekki er gert ráð fyrir auknum fjármunum til niðurgreiðslu á ófrjósemismeðferðum á fjárlögum þessa árs, þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt þingsályktun þess efnis í september síðastliðnum. Fjárlögin voru afgreidd í desember. Í svari Óttarrs Proppé...
19.05.2017 - 16:05

Kólera breiðist hratt út í Jemen

Útlit er fyrir að allt að þrjú hundruð þúsund manns eigi eftir að veikjast af kóleru í Jemen næsta hálfa árið, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sérfræðingar stofnunarinnar óttast það sem koma skal. Faraldurinn blossaði upp í október:...
19.05.2017 - 14:49

Kærum vegna launamunar spítalatoppa vísað frá

Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá tveimur kærum frá Félagi hjúkrunarfræðinga þar sem því var haldið fram að kvenkyns hjúkrunarfræðingar í stjórnunarstöðum fengju lægri laun kyns síns vegna en læknar í sambærilegum störfum.
19.05.2017 - 07:30

Þurfa að bregðast við HIV, sárasótt og lekanda

Marktæk aukning varð á fjölda þeirra sem voru greindir með HIV-sýkingu, lekanda og sárasótt á síðasta ári. Aukningin á tveimur síðarnefndu sýkingunum varð einkum meðal homma. Fjölgun á þeim sem greindust með HIV-smit skiptist jafnt milli...
18.05.2017 - 23:00

Fresta uppsögnum á Blönduósi um viku

Sjúkraflutningamenn við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi hafa frestað gildistöku uppsagna um eina viku. Boðað hefur verið til samningafundar í dag. Um 90 sjúkraflutningamenn um allt land eru á sömu kjörum og félagar þeirra á Blönduósi.
18.05.2017 - 12:21

Tveggja ára í lífshættu vegna læknamistaka

Mistök læknis og lyfjafræðings urðu til þess að tveggja ára stúlkubarn veiktist lífshættulega í síðustu viku. Talið er að rétt viðbrögð móður stúlkunnar og ömmu hafi bjargað lífi hennar. Fréttablaðið greinir frá þessu. Þar segir að telpunni, sem var...
18.05.2017 - 04:52

Unglingur lést eftir ofneyslu koffíns

Sextán ára unglingur lést í apríl í Bandaríkjunum eftir mikla neyslu koffíndrykkja. Meinafræðingur telur að koffínið hafi valdið hjartsláttartruflunum.
16.05.2017 - 15:07

Auka þarf meðvitund um óþarfa sýklalyfjagjöf

Forstjóri Matvælaöryggisstofnunar Evrópu segir að auka þurfi meðvitund íslenskra lækna um óþarfa sýklalyfjagjöf. Ónæmi gegn sýklalyfjum sé stórt heilbrigðisvandamál, bæði í Evrópu og á heimsvísu.
15.05.2017 - 19:00

Vilja banna bragðbætta vökva fyrir rafrettur

Hjartavernd og Krabbameinsfélag Reykjavíkur eru sammála um að banna eigi að flytja bragðbætta vökva fyrir rafsígarettur til landsins. Hjartavernd segir að tilgangur þessara bragðefna sé að vekja þá trú hjá neytandanum að um saklausa og jafnvel...
15.05.2017 - 14:03

Sýklalyfjaónæmar bakteríur ein helsta ógnin

Talið er að um 700 þúsund manns deyi árlega af völdum sýklalyfjaónæmra baktería og að innan liðlega þrjátíu ára geti sú tala verið komin upp í tíu milljónir. Starfshópur heilbrigðisráðherra hefur skilað tillögum um aðgerðir hér á landi.
15.05.2017 - 11:34