Handbolti

Mikilvægur sigur hjá Frömurum

Fram sótti Akureyri heim í eina leik dagsins í Olís-deild karla. Leikurinn var æsispennandi og tryggðu Framarar sér stigin tvö á lokamínútu leiksins.
25.03.2017 - 17:53

Stjarnan hafði betur í Eyjum

Tveir leikir fóru fram í Olís-deild kvenna í dag. Stjarnan fylgir fast á hæla Fram á toppnum.
25.03.2017 - 16:12

FH í 3. sæti - Stjarnan sogast að fallsvæðinu

Það var mikil spenna á báðum endum töflunnar í Olísdeild karla í kvöld. Annars vegar mættus FH og Afturelding og hins vegar Stjarnan og Selfoss.
23.03.2017 - 22:18

ÍBV á toppinn eftir 17 marka sigur á Haukum

Toppslagurinn í Olísdeild karla í handbolta stóð svo sannarlega ekki undir væntingum þegar ÍBV fékk topplið Hauka í heimsókn. Gunnar Magnússson þjálfari Hauka hefur áhyggjur af sínum mönnum eftir 17 marka tap í Vestmannaeyjum.
23.03.2017 - 22:07

Ágúst: Handboltinn í varnarbaráttu

Ágúst Jóhannsson fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í handbolta íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. Ágúst segir að handboltinn hafi átt undir högg að sækja og verið í varnarbaráttu í mörg ár.
23.03.2017 - 19:30

Landslið Kósóvó í mótun

Landsliðsþjálfari Kósóvó býst ekki við að lið sitt fái mörg marktækifæri gegn Íslandi þegar liðin mætast í undankeppni HM í fótbolta á föstudagskvöld. Landslið Kósóvó er enn í mótun og hafa þrír nýjir leikmenn fengið leikheimild með liðinu frá...
23.03.2017 - 10:45

Þórir sæmdur norskum riddarakrossi

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur verið sæmdur norska riddarakrossinum sem á norsku nefnist Den Kongelige Norske Fortjenstorden. Heiðursorðan er veitt erlendum ríkisborgurum, eða norskum ríkisborgurum sem...
22.03.2017 - 18:10

Juric í bann - sjáðu brotið

Josip Juric, króatísk skytta Olísdeildarliðs Vals í handbolta karla, var í morgun dæmdur í eins leiks bann. Hann fékk rautt spjald með skýrslu gegn Haukum á miðvikudag í síðustu viku.
22.03.2017 - 12:48

Esja tók forystuna eftir gullmark

Einvígi Esju og Skautafélags Akureyrar um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí fór af stað með látum í kvöld. Esja vann SA með gullmarki Björns Róberts Sigurðarsonar eftir framlengdan leik.
21.03.2017 - 22:14

Valur glutraði niður átta marka forystu

Einn leikur fór fram í úrvalsdeild karla í handknattleik í kvöld þegar Valur tók á móti Gróttu. Valsmenn náðu átta marka forystu í seinni hálfleik en tókst að missa hana niður í jafntefli.
21.03.2017 - 22:09

Sú markahæsta sleit krossband (myndskeið)

Ljóst er að keppnistímabilinu er lokið hjá Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur, markahæsta leikmanni Olísdeildar kvenna í handbolta. Hrafnhildur sleit krossband í vináttulandsleik gegn Hollendingum sl. föstudagskvöld.
21.03.2017 - 16:05

ÍBV hangir áfram í Haukum - Mikil spenna

Spennan heldur áfram að harðna bæði á toppi og á botni úrvalsdeildar karla í handbolta. Í kvöld voru tveir leikir spilaðir í deildinni. Afturelding vann Stjörnuna, 30-28 og ÍBV burstaði Selfoss, 36-27. ÍBV er aðeins tveimur stigum á eftir toppiði...
20.03.2017 - 21:43

Omeyer og Narcisse hættir í landsliðinu

Tvær af goðsögnum franska karlalandsliðsins í handbolta undanfarin ár hafa ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna, markvörðurinn Thierry Omeyer og skyttan Daniel Narcisse.
20.03.2017 - 15:30

Haukar tóku Akureyri í kennslustund

Haukar unnu í dag 14 marka sigur á Akureyri í úrvalsdeild karla í handknattleik. Staðan í hálfleik var 19-8.
19.03.2017 - 17:52

Fram af botninum eftir sigur á Val

Fram er komið af botni Olís-deildar karla eftir sigur á Val á heimavelli sínum í Safamýri í dag, 20-18. Fram spilaði frábæra vörn í leiknum og skoruðu Valsmenn aðeins sjö mörk í síðari hálfleik. Með sigrinum fer Fram í 9. sæti deildarinnar og eru...
18.03.2017 - 16:54