Frjálsar

Eaton hjónin hætt í frjálsum

Tugþrautakappinn Aston Eaton og kona hans Brianne Theisen-Eaton, sem keppir í sjöþraut, hafa tilkynnt að þau eru hætt frjálsíþróttaiðkun sinni 28 ára að aldri.
04.01.2017 - 18:33

Hafdís barnshafandi og verður því frá keppni

Hafdís Sigurðarsdóttir, Íslandsmethafi í langstökki og margfaldur Íslandsmeistari, er barnshafandi og verður ekkert með á komandi keppnisári. Hafdís á von á sér um mánaðarmótin júní-júlí.
29.12.2016 - 10:08

Aníta og Guðni Valur frjálsíþróttafólk ársins

Frjálsíþróttasamband Íslands útnefndi í dag Anítu Hinriksdóttur og Guðna Val Guðnason sem frjálsíþróttakonu og frjálsíþróttakarl ársins 2016.
22.12.2016 - 19:46

Bolt keppir ekki í 200 metrunum í London

Spretthlauparinn sigursæli Usain Bolt segir að hann hafi misst ástríðuna fyrir íþróttinni í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó í sumar.
28.11.2016 - 20:09

Fleiri íþróttamenn sviptir Ólympíuverðlaunum

Alþjóða Ólympíunefndin tilkynnti í dag að nú væri formlega búið að svipta rússnesku hlaupakonuna Yuliyu Zaripova Ólympíugullinu sem hún vann í London 2012.
21.11.2016 - 19:56

Missti sjónina en stefnir á Ólympíumótið

Erfiðlega gengur að finna leiðsögumenn fyrir Patrek Axelsson, blindan spretthlaupara sem hefur sett stefnuna á Ólympíumót fatlaðra eftir fjögur ár. Patrekur hefur á skömmum tíma náð undraverðum árangri í spretthlaupi eða síðan hann varð blindur...
03.11.2016 - 20:41

Ferlinum lokið eftir þyngingu lyfjabanns

Keníska hlaupakonan Rita Jeptoo hefur líklega tekið þátt í sínu síðasta maraþoni. Íþróttadómstóll þyngdi í morgun keppninsbann yfir henni vegna lyfjamisnotkunar, úr tveimur árum í fjögur.
26.10.2016 - 12:06

Slæmt fyrir íslenskt frjálsíþróttafólk

Frjálsíþróttasamband Evrópu kynnti um helgina tillögur að nýju lágmarkafyrirkomulagi fyrir stórmót. Nái þessar tillögur fram að ganga mun ekki lengur vera nóg að ná einu tilteknu lágmarki einu sinni heldur verður gefinn út sérstakur Evrópulisti þar...
21.10.2016 - 10:08

Einstakur árangur ekki lengur nóg á stórmót?

Á ráðstefnu Evrópska frjálsíþróttasambandsins, EAA í Funchal í Portúgal um helgina kynnti Torald Nilsson formaður viðburða og keppnisráðs sambandsins nýja tillögu um hvernig frjálsíþróttafólk vinnur sér keppnisrétt á stórmótum. Hingað til hefur...
17.10.2016 - 13:16

Einhvers konar Ryderbikar í frjálsum íþróttum

Á ráðstefnu EAA, Evrópska frjálsíþróttasambandsins sem haldið var í Funchal í Portúgal um helgina var meðal annars kynnt ný keppni sem stefnt er á að halda í fyrsta sinn í september 2019. Það er liðakeppni í frjálsum íþróttum á milli Evrópuúrvalsins...
17.10.2016 - 13:02

Bandarískir frjálsíþróttamenn í áfalli

Liðsfélagar spretthlauparans Tysons Gay í bandaríska frjálsíþróttalandsliðinu eru í áfalli eftir að 15 ára gömul dóttir Gay, Trinity Gay var skotin til bana á veitingastað í Kentucky í gærmorgun. Ýmsir bandarískir frjálsíþróttamenn hafa sent Gay...
17.10.2016 - 10:28

Bresk frjálsíþróttastjarna hætt

Breska frjálsíþróttakonan Jessica Ennis-Hill, sem vann til gullverðlauna í sjöþraut á Ólympíuleikunum í London 2012, tilkynnti í morgun að hún væri hætt í frjálsum.
13.10.2016 - 12:09

Isinbajeva sækist eftir forsetaembætti

Stangarstökkvarinn fyrrverandi, Jelena Isinbajeva tilkynnti í dag um framboð sitt til forsetaembættis rússneska frjálsíþróttasambandsins. Kosningin fer fram á aðalfundi frjálsíþróttasambandsins 9. desember.
28.09.2016 - 16:51

Mo Farah vill þjálfa hjá Arsenal

Mo Farah, fjórfaldur Ólympíumeistari í 5.000 og 10.000 metra hlaupi, segist hafa áhuga á að þjálfa hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal í framtíðinni. Hann hefur augastað á líkamsræktarþjálfarastöðunni.
27.09.2016 - 09:05

70 ár frá Evrópumeistaratitli Gunnars Huseby

Í ár eru 70 ár frá því Ísland eignaðist Evrópumeistara í íþróttum í fyrsta sinn. Það gerðist á Bislet leikvangnum í Osló í lok ágúst 1946 þegar Gunnar Huseby vann gullverðlaun í kúluvarpi.
24.09.2016 - 19:55