Gagnrýndi Norður-Kóreumenn og Sýrlendinga

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann lýsti jafnframt áhyggjum af aðstæðum...
23.09.2017 - 08:40

Veðurhorfurnar: Blautt en þokkalega hlýtt

Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðusturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan.
23.09.2017 - 08:27

Tíst um tíðablóð fellir ungfrú Tyrkland

Nýkrýnd fegurðardrottning Tyrklands var svipt titlinum Ungfrú Tyrkland vegna tísts á twitter á síðasta ári. Er því haldið fram að hin átján ára Itir Esen hafi í tístinu lýst í það minnsta óbeinum stuðningi við valdaræningja með óvenjulegum hætti,...
23.09.2017 - 07:25

Segir tvo starfsmenn bera meginábyrgð á láninu

Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, sem er ákærð fyrir hlutdeild í umboðs- og innherjasvikum yfirmanns síns, Hreiðars Más Sigurðssonar, segir að tiltekinn stjórnarmaður í bankanum og innri endurskoðandi bankans hafi borið...
23.09.2017 - 07:03

VG á mikilli siglingu

Vinstrihreyfingin Grænt framboð tvöfaldar fylgi sitt og er orðinn stærstur flokka, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var fyrir Morgunblaðið og birt er í blaðinu í dag. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var dagana 19. til 21....
23.09.2017 - 05:32

Kína skrúfar fyrir eldsneytissölu til N-Kóreu

Kínverjar ætla að draga mjög úr sölu á fullunnum jarðolíuafurðum til Norður-Kóreu til samræmis við nýjustu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar um. Einnig munu þeir hætta öllum innflutningi á norður-kóreskum textílvörum, eins og kveðið er á um...
23.09.2017 - 05:28

10.000 flýja yfirvofandi eldgos

Um 10.000 manns hefur verið skipað að rýma heimili sín í nágrenni eldfjallsins Agung á Indónesíu, þar sem búið er að lýsa yfir hæsta viðbúnaðarstigi vegna líkinda á eldgosi. Almannavarnir á Indónesíu hvetja fólk til að halda sig minnst 9 kílómetra...
23.09.2017 - 03:56
Erlent · Hamfarir · Asía · eldgos · Indónesía

Vilja ræða mál Róhingja í Öryggisráðinu

Svíþjóð, Frakkland, Bretland, Bandaríkin og þrjú ríki önnur hafa kallað eftir fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða skálmöldina í Rakhine-héraði í Mjanmar. AFP-fréttastofan greinir frá þessu. Farið er fram á að framkvæmdastjóri...
23.09.2017 - 02:55

Yfir 20 flóttamenn drukknuðu á Svartahafi

Minnst 21 manneskja drukknaði þegar fiskibátur fullur af flótta- og förufólki sökk á Svartahafi í gær, skammt undan ströndum Tyrklands. Óttast er að fleiri hafi farist. Tyrkneska strandgæslan upplýsir þetta. Fjörutíu manns sem voru um borð var...
23.09.2017 - 02:49

70.000 sagt að flýja strax vegna flóðahættu

Um eða yfir 70.000 Púertó-Ríkönum hefur verið gert að rýma heimili sín og forða sér hið snarasta eftir að sprunga myndaðist í stíflu svo flæða tók í gegn. Tekist hefur að hemja lekann og stýra honum að nokkru leyti en óttast er að stíflugarðurinn...
23.09.2017 - 00:25

Taconic hæft til að fara með hlut í Arionbanka

Fjármálaeftirlitið metur Kaupþing, bandaríska vogunarsjóðinn Taconic Capital Advisors og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Virkur eignarhlutur þeirra á þó ekki fara yfir 33 prósent samanlagt. Það er vegna þess að...
22.09.2017 - 22:52

Lánshæfismat Breta lækkað vegna Brexit-óvissu

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í kvöld lánshæfismat breska ríkisins vegna óvissu um efnahagsleg áhrif úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu og þess að líkur séu á að ríkisfjármálin verði veikari eftir en áður. Lánshæfismatið lækkaði úr Aa1 í...
22.09.2017 - 22:29

Atli Eðvaldsson þjálfar í Svíþjóð

Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karla landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið ráðinn þjálfari Kristianstad í Svíþjóð. Liðið leikur í þriðju efstu deild þar í landi. Atli hefur ekki þjálfað síðan árið 2014 en þá var hann við...
22.09.2017 - 21:53

Skagamenn sigruðu Snæfellinga í Útsvari

Akranes varð í kvöld annað sveitarfélag haustsins til að komast í aðra umferð í Útsvari. Lið bæjarins lagði lið Snæfellsbæjar að velli með 74 stigum gegn 31.
22.09.2017 - 21:51

Stormur og mikil rigning

Veðurstofan varar við stormi syðst á landinu á morgun og talverðri úrkomu víða um land en þó sérstaklega á Suðausturlandi og Austfjörðum.
22.09.2017 - 21:32