Norsk-íslenski stofninn minnkar

Niðurstöður alþjóðlegs uppsjávarleiðangurs í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum sem Hafrannsóknastofnun tók þátt í í maí sýna að norsk-íslenski síldarstofninn fer minnkandi.
27.06.2017 - 16:27

Halda áfram með leyfisferli í Ísafjarðardjúpi

Fiskeldisfyrirtækið Háafell hyggst halda sínu striki þrátt fyrir ógildingu starfsleyfis fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Verkefnastjóri Háafells býst við því að fá nýtt leyfi á næstunni. Lögmaður kærenda segir að nú stoppi sjókvíaeldis-æðið.  
21.06.2017 - 19:44

Úrskurður stöðvi færibandaútgáfu eldisleyfa

Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að ógilda starfsleyfi fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi er áfangi fyrir náttúruvernd á Íslandi og kemur til með að stöðva færibandaútgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi. Þetta segir lögmaður kærenda...
21.06.2017 - 13:52

Ógilding leyfis fyrir silungaeldi vonbrigði

Kristján G. Jóakimsson, verkefnisstjóri Háafells, ehf. segir það vonbrigði að leyfi til eldis regnbogasilungs og þorsks í Ísafjarðardjúpi hafi verið afturkallað. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ógilt starfsleyfi sem Umhverfisstofnun...
21.06.2017 - 09:10

Ógilda leyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi Háafells ehf. fyrir eldi regnbogasilungs og þorsks í Ísafjarðardjúpi. Umhverfisstofnun veitti leyfið í október en úrskurðarnefndin segir leyfisveitinguna háða slíkum...
21.06.2017 - 08:14

Tillaga að matsáætlun 10.000 tonna eldis

Skipulagsstofnun fer fram á að Arnarlax geri ítarlega grein fyrir öðrum kostum á laxeldi en eldi á frjóum laxi af norskum uppruna fyrir fyrirhugað 10 þúsund tonna eldi í Ísafjarðardjúpi þar sem óvissa ríki um áhrif eldisins. Þetta er meðal...
20.06.2017 - 10:40

Mótmæla laxeldi í opnum sjókvíum

Aðalfundur landssambands veiðifélaga mótmælir harðlega eldi á norskum ógeltum laxi í opnum sjókvíum hér við land. Landssambandið fagnar því að ákveðið hafi verið að framkvæma áhættumat vegna sjókvíaeldis við Ísland.
19.06.2017 - 16:21

Allt að 10 nýir togarar í ár og von á fleirum

Níu eða tíu nýir togarar munu bætast við fiskiskipaflota landsins á þessu ári ef allt gengur eftir og unnið er að hönnun enn fleiri. Morgunblaðið greinir frá þessu. Búið er að mála og sjósetja tvo togara í Shidao í Kína; annar þeirra er í eigu...
17.06.2017 - 05:28

Frávísun lögreglustjóra felld úr gildi

Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að vísa frá kæru Landsambands veiðifélaga vegna sleppingar á regnbogasilungi á Vestfjörðum. Fréttablaðið greinir frá. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum skal því taka málið...

„Nú er fiskverðið mesta áhyggjuefnið“

Smábátasjómenn telja óhætt að veiða töluvert meira af þorski en Hafrannsóknastofnun leggur til. Þeir segja fiskifræðinga hafa vanmetið stofninn á síðustu árum, en aðeins leiðrétt það að hluta. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands...
15.06.2017 - 12:58

„Risastór áskorun fyrir Ísland“

Brexit er risastór áskorun fyrir Ísland segir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mikil vinna er hafin innan stjórnsýslunnar við að greina þau áhrif sem útganga Bretlands úr ESB gæti haft á íslenska hagsmuni.
15.06.2017 - 12:51

Síldarvinnslan endurnýjar ísfisktogarana

Síldarvinnslan áformar að endurnýja allan ísfisktogaraflota fyrirtækisins á næstu árum. Þetta kom fram á aðalfundi Síldarvinnslunnar á föstudaginn var, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.
15.06.2017 - 11:25

Fiskafli í maí 27% meiri en í fyrra

Fiskafli íslenskra skipa í maí var rúmlega 135 þúsund tonn sem er 27% meira en heildaraflinn í maí 2016. Síðustu 12 mánuði var aflinn hins vegar svipaður og næstu 12 mánuði á undan.
15.06.2017 - 09:22

65% hrefnukjöts fer á borð veitingastaða

Hrefnuveiðar fara rólega af stað í ár. Hrefnuveiðimaður vonast til að veidd verði 50 dýr en, líkt og í fyrra, verða engar langreyðar veiddar.
14.06.2017 - 13:06

Þarf að rannsaka frekar sýkingu í síld

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill styrkja Hafrannsóknastofnun til að rannsaka þráláta sýkingu sem komið hefur upp í síldarstofninum. Hún er að öðru leyti ánægð með ráðgjöf stofnunarinnar en er ekki tilbúin til...
14.06.2017 - 12:24