Um tíu prósent af línunum verði jarðstrengir

Nýjar háspennulínur, frá Blönduvirkjun austur í Fljótsdal, verða ekki nema að mjög takmörkuðu leyti lagðar í jörð. Þetta kemur fram í úttekt Landsnets á tæknilegum möguleikum jarðstrengja á hæstu spennu í flutningskerfinu.
23.03.2017 - 22:08

Spurðist fyrir um Alexandersflugvöll á þingi

Bjarni Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna í norðvesturkjördæmi, sem nú situr á Alþingi, hefur lagt fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í sex liðum um Alexandersflugvöll.
23.03.2017 - 20:15

Myndsími fyrir ferðamenn í Hofi

Ólöf Ýrr Atladóttir hringdi í dag fyrsta myndsímtalið á vegum Safe Travel verkefnisins hjá Landsbjörgu, þegar hún hringdi frá Hofi á Akureyri og í þjónustufulltrúa Safe Travel í Reykjavík. Allir ferðamenn geta nú hringt beint til Reykjavíkur og...
23.03.2017 - 17:25

Höfuðstöðvar þjóðgarðs fluttar frá Reykjavík

Vatnajökulsþjóðgarður er landsbyggðarstofnun og við hæfi starfsemi hans sé á landsbyggðinni, segir formaður austursvæðis þjóðgarðsins. Höfuðstöðvar hans hafa verið fluttar frá Reykjavík austur á Hérað. Sársaukalaust og sparar fé, segir...
22.03.2017 - 12:31

Hætta með vakt fyrir sjúkrabíl á Ólafsfirði

Bakvakt fyrir sjúkraflutninga á Ólafsfirði verður lögð af og útköllum verður sinnt frá Siglufirði og Dalvík, samkvæmt breytingum sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands hyggst ráðast í. Bæjarráð Fjallabyggðar hvetur stjórnendur HSN til að endurskoða...
21.03.2017 - 17:05

Safna peningum fyrir Íslendingafélög í Kanada

„Við ætlum að gefa Vestur-Íslendingunum gjöf, sönggjöf og menningargjöf. Við ætlum að syngja á fjórum stöðum í Kanada og reyna að lyfta undir stemmninguna. Láta þá finna það að okkur þykir vænt um áhugann á Íslandi,“ segir forstöðumaður...
21.03.2017 - 15:23

Hafna því að setja aukið fjármagn í göngin

Tveir af þremur stærstu hluthöfunum í Greiðri leið ehf., ætla ekki að setja meira fjármagn í framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng. Ríflega þrjá milljarða vantar til að hægt sé að klára göngin.
21.03.2017 - 12:07

Fáir grásleppubátar á sjó í upphafi vertíðar

Nærri helmingi færri grásleppubátar eru nú skráðir til veiða í upphafi vertíðar en þegar veiðin hófst í fyrra. Helsta ástæðan er lágt verð fyrir grásleppuna. Einhverjir skoða möguleika þess að hefja sjálfir verkun í von um hærra verð.
20.03.2017 - 17:38

Stal peningum af fötluðum skjólstæðingi sínum

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrir helgi karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Maðurinn sinnti réttindagæslu fyrir mjög fatlaðan mann en samkvæmt ákærunni dró hann sér 681 þúsund krónur af reikningi hans. Hann...
20.03.2017 - 13:58

Banna þyrluflug í Glerárdal á sunnudögum

Umhverfisstofnun hefur heimilað fyrirtækinu Bergmönnum ehf., að flytja skíðafólk inn í Glerárdal á þyrlum. Fyrirtækið sótt um leyfi fyrir slíku hjá stofnuninni þar sem svæðið er friðlýst, en áður hafði Akureyrarbær samþykkt að veita tímabundið leyfi...
20.03.2017 - 13:08

300 tonna vélar á sinn stað í stöðvarhúsinu

Þeistareykjavirkjun er smám saman að taka á sig mynd. Raforkuframleiðsla á að hefjast þar fyrir árslok. Stöðvarhús er að mestu fullbyggt og 300 tonna vélbúnaður kominn á sinn stað.
16.03.2017 - 14:16

Eðlilegt að skoða fjármögnun Vaðlaheiðarganga

Stjórnarformaður Greiðrar leiðar, sem á sextíu prósent í Vaðlaheiðargöngum, segir að sveitarfélögin eða aðrir hluthafar ganganna komi ekki með meira fé í gerð ganganna eins og staðan er í dag. Bæjarstjórinn á Akureyri segir hinsvegar eðlilegt að...

Vill ljúka við Vaðlaheiðargöng

Fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um að tryggja fjármagn til að ljúka gerð Vaðlaheiðarganga. Hann segir ekki hægt að skilja þau eftir ókláruð en útilokar ekki að hluti fjármagnsins komi annars staðar en frá ríkinu, til dæmis...
18.03.2017 - 19:45

MA í undanúrslit í Gettu betur - myndskeið

Menntaskólinn á Akureyri tryggði sér sæti í kvöld í undanúrslitum í spurningakeppninni Gettu betur. MA-ingar lögðu lið Fjölbrautaskóla Suðurlands með 26 stigum gegn 23. Jafnræði var með liðunum í upphafi. Bæði hlutu þau 13 stig í hraðaspurningum og...
17.03.2017 - 22:10

Óvissa um aukalán fyrir Vaðlaheiðargöng

Ekki er komið á hreint hvort Vaðlaheiðargöng hf. fær viðbótarlán upp á ríflega þrjá milljarða króna frá ríkinu. Gröftur ganganna hefur gengið hægt og endanlegur kostnaður gæti hæglega hækkað enn frekar.
17.03.2017 - 19:00