Myndskeið: Komnir í gegnum Vaðlaheiði

Gegnumslag var í Vaðlaheiðargöngum upp úr klukkan 15 í dag. Þrír metrar skildu austari og vestari hluta ganganna að. Göngin eiga að komast í gagnið í ágúst 2018.
28.04.2017 - 16:27

Rekstur jákvæður í fyrsta sinn frá sameiningu

Rekstrarafkoma A-hluta sveitarsjóðs Langanesbyggðar var jákvæð um 107 milljónir fyrir fjármagnskostnað í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn frá sameiningu Þórshafnahrepps og Skeggjastaðahrepps sem rekstur er jákvæður. Sameining var árið 2006.
28.04.2017 - 15:45

79 milljónir í menningu, þróun og nýsköpun

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra úthlutaði í dag 79 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Sjóðurinn er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015 til 2019....
28.04.2017 - 14:06

Fær ekki sjúkrakennslu þrátt fyrir veikindi

Akureyrarbær hefur neitað Kristjáni Loga Vestmann Kárasyni, 11 ára fötluðum dreng, um sjúkrakennslu vegna þess að reglugerð um slíka kennslu þykir óskýr. Þá séu ekki fordæmi fyrir því að hún sé veitt, þrátt fyrir að hann hafi áður fengið slíka...
28.04.2017 - 14:17

Stjórnvöld undirbúa formlegt erindi til ESA

Íslensk stjórnvöld hafa einungis sent Eftirlitsstofnun EFTA svokallaða fortilkynningu um starfsemi Flugþróunarsjóðs. Þetta kemur í svari atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Áður hafði ráðuneytið sagt að tilkynning um...
28.04.2017 - 12:42

Opna fimm ára deild í grunnskóla á Akureyri

Bæjarstjórn Akureyrar ætlar að hrinda af stað tilraunaverkefni með stofnun fimm ára deildar í húsnæði grunnskóla í bænum. Þetta er gert til þess að nýta húsnæði skólanna betur og bregðast við þeim vanda sem hefur skapast vegna of fárra...
28.04.2017 - 11:30

Áhrif Kröflulínu 3 á votlendi verði veruleg

Helstu neikvæðu umhverfisáhrif Kröflulínu 3 verða á Fljótsdals- og Jökuldalsheiði þar sem lagður verður vegur um mikið votlendi sem nýtur sérstakrar verndar. Þetta kemur fram í umsögn Umhverfisstofnunar um umhverfisáhrif línunnar.
27.04.2017 - 17:11

KEA hagnaðist um tæpan milljarð í fyrra

Hagnaður KEA á síðasta ári nam 943 milljónum króna eftir reiknaða skatta. Hagnaður ársins 2015 var 671 milljón. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í gær.
27.04.2017 - 16:45

Flugþróunarsjóður ekki til meðferðar hjá ESA

Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki borist nein formleg tilkynning frá íslenskum stjórnvöldum um Flugþróunarsjóð og getur því ekki getað ályktað um málefni sjóðsins að svo stöddu. Þetta segir Anne Vestbakke, samskiptastjóri ESA.
27.04.2017 - 13:20

Segir Flugþróunarsjóð ekki nýtast sem skyldi

Flugþróunarsjóður getur ekki veitt þann stuðning sem vonast var eftir þar sem hann samræmist ekki reglum Eftirlitsstofnunar EFTA um ríkisstyrki. Því má aðeins veita takmarkað fé úr sjóðnum og það segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands fæla...
27.04.2017 - 08:53

Eyfirðingar ánægðastir með stuttar vegalengdir

Eyfirðingum finnst það einna best við að búa í Eyjafirði hve stutt þar er á milli staða. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra fer þó á einkabíl til skóla eða vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem ber heitið „Eyfirðingurinn í hnotskurn."
26.04.2017 - 19:00

Mývetningum finnst ráðherra vera að hunsa sig

Mývetningar eru orðnir langeygir eftir svörum eða viðbrögðum frá Björt Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, ef marka má sveitastjórnarpistil Þorsteins Gunnarssonar, sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Þorsteinn segir sveitastjórnina hafa í tvígang óskað...
26.04.2017 - 16:47

Þrír metrar skilja að Fnjóskadal og Eyjafjörð

Þrír metrar af bergi skilja nú að eystri og vestari hluta Vaðlaheiðarganga. Síðasta sprengjan verður sprengd á föstudag við athöfn, enda um að ræða ákveðin þáttaskil í þessari ferð í gegn um fjallið, sem hefur sannarlega ekki gengið áfallalaust.
26.04.2017 - 12:01

Dalvíkingar fella niður gatnagerðagjöld

Dalvíkurbyggð hefur bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem hafa afnumið gatnagerðargjöld tímabundið, en til þess ráðs hefur verið gripið þar sem byggingarkostnaður er mun hærri en verðmæti húsa og íbúða á markaði. Mikill munur getur verið á uppbyggingu...
26.04.2017 - 11:55

Von á skýrslu um flugslysið í sumar

Drög að lokaskýrslu um flugslysið sem varð við rætur Hlíðarfjalls 2013 hafa nú verið í umsagnarferli í um þrjár vikur. Tveir létust í slysinu. Forsvarsmaður flugsviðs Rannsóknarnefndar flugslysa segir að birting skýrslunnar hafi ekki tekið...
26.04.2017 - 10:38