Mótmæli eftir sýknu lögreglumanns

Fjölmenn mótmæli voru á götum St. Louis í gær eftir að dómur var kveðinn í máli lögreglumanns sem skaut blökkumann til bana árið 2011. Lögreglumaðurinn, sem er hvitur, var úrskurðaður saklaus af morðákæru.
16.09.2017 - 04:52

Fellibylurinn Max nálgast Mexíkó

Hitabeltislægðin Max sem myndaðist undan suðvesturströnd Mexíkó er orðin að fyrsta stigs fellibyl. Um hádegi var vindhraðinn orðinn 34 metrar á sekúndu. Max var þá um níutíu kílómetra suðvestur af Acapulco og mjakaðist í austurátt.
14.09.2017 - 15:20

Demókratar og Trump semja um innflytjendur

Demókratar á Bandaríkjaþingi eru nálægt því að ná samkomulagi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um réttindi ólöglegra innflytjenda sem komu til Bandaríkjanna sem börn. Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtogar Demókrata í öldunga- og...
14.09.2017 - 03:50

Í fangelsi fyrir að hóta Hillary Clinton

Martin Shkreli hefur verið fangelsaður vegna hótana í garð Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda og utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sjálfur segir hann að orð sín hafi verið sett fram í gríni. Hann bauð hverjum þeim fimm þúsund dollara...
13.09.2017 - 23:44

Stefna ríkinu fyrir leit í raftækjum fólks

Bandarísku mannréttindasamtökin American Civil Liberties Union og Electronic Frontier Foundation hafa stefnt heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna og tveimur innflytjendastofnunum vegna leitar í tölvum og farsímum fólks án leitarheimildar. Stefnan var...
13.09.2017 - 23:23

Irma: Minnst 69 létust

Að minnsta kosti 69 létust af völdum fellibylsins Irmu á leið hans yfir Karíbahaf og Flórída. Embættismenn greindu frá þessu í dag.
13.09.2017 - 16:12

Borgarstjóri ásakaður um misnotkun á börnum

Borgarstjórinn í Seattle í Bandaríkjunum tilkynnti afsögn sína í gærkvöld, eftir að fimm menn höfðu ásakað hann um að beita þá kynferðislegu ofbeldi í æsku. Afsögnin tekur gildi frá klukkan fimm síðdegis að staðartíma í dag.
13.09.2017 - 06:45

Fjórðungur húsa er ónýtur

Fjórðungur húsa á eyjaklasanum undan suðurströnd Flórída er ónýtur eftir að fellibylurinn Irma fór þar yfir á sunnudag. Sex af hverjum tíu skemmdust í fárviðrinu, að því er Brock Long, yfirmaður bandarísku almannavarnanna, greindi frá í dag. Irma...
12.09.2017 - 14:58

Hús rýmd í Jacksonville í Flórída

Íbúum á tveimur rýmingarsvæðum í borginni Jacksonville í Flórída hefur verið skipað að forða sér að heiman. Útlit er fyrir mikil flóð af völdum óveðurslægðarinnar Irmu auk þess sem háflóð verður á sama tíma og hún fer framhjá borginni.
11.09.2017 - 16:57

Irma varð tíu að bana á Kúbu

Tíu hafa fundist látnir á Kúbu af völdum fellibylsins Irmu. Hann fór yfir landið um helgina. Að sögn almannavarna í Havana eru orsakir dauðsfallanna ýmsar. Nokkrir drukknuðu, svalir hrundu niður á strætisvagn og þá lést að minnsta kosti einn þegar...
11.09.2017 - 15:32

Tugir handteknir fyrir gripdeildir í Flórída

Tugir manna voru handteknir í Miami, Fort Lauderdale og víðar í Flórída í nótt vegna gripdeilda og innbrota í skjóli stormsins. Hópur grímuklædds fólks braust inn í íþróttavöruverslun í Miami og ruplaði þar og rændi, aðallega íþróttaskóm....

Íslendingar beðnir um að láta vita af sér

Allir íbúar Flórídaríkis - 20 milljónir manna - ættu að vera undir það búnir að þurf að hafa sig á brott, að sögn ríkisstjórans. Búist er við að fellibylurinn Irma fari yfir Flórída á sunnudag.
08.09.2017 - 15:52

Lýsir bylnum sem kjarnorkustormi

Erlend ríki senda nú neyðarhjálp til eyja í Karíbahafi sem hafa orðið illa úti í fellibylnum Irmu. Eyðileggingin er mikil og að minnsta kosti fjórtán hafa farist. Bylurinn er nú við Bahamaeyjar og vindhraðinn 75 metrar á sekúndu. Í Bandaríkjunum...
08.09.2017 - 13:06

Irma komin að Barbúda

Hinn gríðarmikli fellibylur Irma fer nú vestur yfir Karíbahaf og kom á land í morgun á eynni Barbúda. Mikill viðbúnaður er á Púertó Ríkó og flestum eyjunum þar sem íbúar búa sig undir það versta og reyna að grípa til ráðstafana vegna þeirra hamfara...
06.09.2017 - 08:12

Íbúar Púertó Ríkó búa sig undir hið versta

Á Karíbahafseyjaklasanum Púertó Ríkó eru íbúar nú í óða önn að búa sig undir hamfarirnar sem óhjákvæmilega fylgja fellibylnum Irmu, sem reiknað er með að hamast muni á eyjunum upp úr hádegi á miðvikudag. Irma er fimmta stigs fellibylur og hefur...