Lestarslys í Fíladelfíu

Fjörutíu og tveir slösuðust þegar hraðlest ók á kyrrstæða og mannlausa járnbrautarlest í Fíladelfíu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum skömmu eftir miðnætti í nótt að staðartíma.
22.08.2017 - 15:40

Sólarhringshlé á aðgerðum sjóhersins

Bandaríkjaher hefur ákveðið að fresta öllum aðgerðum sjóhersins á meðan farið verður yfir öryggismál. Þetta var ákveðið eftir annan árekstur bandarísks herskips á rúmum tveimur mánuðum á Kyrrahafinu.
22.08.2017 - 04:58

Lyfjarisi dæmdur til milljarða skaðabóta

Bandarískur dómstóll úrskurðaði að lyfjarisinn Johnson & Johnson yrði að greiða konu yfir 400 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur. Konan segir vörur framleiðandans hafa valdið krabbameini í legi hennar. 
22.08.2017 - 04:19

Heitir áframhaldandi stuðningi við Afganistan

Bandaríkjaforseti heitir Afganistan áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna. Dragi þeir of hratt úr herafla sínum í ríkinu skilji þeir eftir tómarúm sem fyllt verði af hryðjuverkamönnum. Forsetinn gagnrýndi Pakistan fyrir að skjóta skjólshúsi yfir...

Mótmælendur tókust á við lögreglu í Kanada

Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í borginni Quebec í Kanada í gær. Fólkið hafði komið saman til þess að mótmæla göngu öfgahægrimanna í borginni.
21.08.2017 - 04:58

Umhverfissinnar uggandi yfir vatnssölu

Umhverfisverndarsinnar eru bálreiðir út í ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að aflétta banni við sölu á vatni í plastflöskum í sumum þjóðgarða Bandaríkjanna. Baráttufólk segir að með þessu séu hagsmunir stórfyrirtækja settir fram fyrir...
21.08.2017 - 03:52

Trump sakaður um siðferðislegt tómlæti

Þúsundir mótmæltu fordómum og kynþáttahatri víðs vegar um Bandaríkin um helgina. 40.000 manns komu saman í Boston en einnig voru mótmæli í Atlanta, Dallas, Houston, Memphis, New Orleans og víðar. Viðbrögð Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, við...
20.08.2017 - 15:50

Bannon snýr aftur til Breitbart

Enn eru starfsmannamál í Hvíta húsinu til umræðu eftir að Steve Bannon, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, hætti stöfum í gær. Enn kvarnast svo úr ráðgjafahópi forsetans eftir umdeild ummæli hans á blaðamannafundi fyrr í vikunni og sex...
19.08.2017 - 12:05

Góðgerðastofnanir færa sig frá Trump

Bandaríski Rauði krossinn er á meðal þeirra góðgerðastofnana sem hafa hætt við fjáröflunarsamkomur í setri Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, í Mar-a-Lago í Flórída. Rauði krosinn er meðal sex góðgerðarsamtaka sem hafa ákveðið að færa samkomur...
19.08.2017 - 08:11

Lögreglumenn skotnir í Kissimmee

Einn lögreglumaður var skotinn til bana og annar illa særður þar sem þeir voru að athuga grunsamlega hegðun manna í borginni Kissimmee í Flórída í nótt. Jeff O'Dell, lögreglustjóri í Kissimmee, segir lögreglumennina ekki hafa náð að svara...
19.08.2017 - 06:49

Reglugerðarráðgjafi Trumps hættir

Milljarðamæringurinn Carl Icahn ákvað í gær að víkja úr sæti sínu sem sérstakur ráðgjafi Bandaríkjaforseta í reglugerðarmálum. Icahn hefur starfað með forsetanum frá því í desember, en hann er einn áhrifamesti fjárfestirinn á bandarískum...
19.08.2017 - 03:48

Telur Trump segja af sér fyrir áramót

Ævisagnaritari Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, telur hann eiga eftir að hætta störfum áður en kjörtímabili hans lýkur. Hringurinn sé stöðugt að þrengjast að honum og brátt eigi hann engra annarra kosta völ.
18.08.2017 - 06:12

Saga Trumps af hershöfðingja hrakin

Skömmu eftir að fregnir bárust af hryðjuverkaárásinni í Barselóna í gær fordæmdi Bandaríkjaforseti árásina og bauð fram aðstoð Bandaríkjanna. Að því loknu setti hann inn aðra færslu á Twitter þar sem hann bað fylgjendur sína um að kynna sér aðferðir...

Hringurinn fannst eftir þrettán ár

Kanadísk kona, sem týndi demantshring í kálgarði fyrir þrettán árum, fékk hringinn til baka í vikunni og gulrót með.
17.08.2017 - 10:58

Fjarlægja tónlist nýnasista af Spotify

Steymisveitan Spotify er byrjuð að fjarlæga tónlist sem tengist nýnasisma. Eftir samkomu nýnasista og annarra kynþáttahatara í Charlottesville um síðustu helgi þar sem ung kona var myrt og 20 særðir fundust að minnsta kosti 37 hljómsveitir sem...
17.08.2017 - 08:24