Fellibylurinn Katia genginn á land í Mexíkó

Fellibylurinn Katia, þriðji og minnsti fellibylurinn sem geisað hefur á Karíbahafi síðustu daga, gekk í morgun á land í Verecruz-ríki í Mexíkó. Heldur hefur dregið af Kötju, sem náði mest að verða annars stigs fellibylur en flokkast nú sem fyrsta...
09.09.2017 - 07:24

Lýsir bylnum sem kjarnorkustormi

Erlend ríki senda nú neyðarhjálp til eyja í Karíbahafi sem hafa orðið illa úti í fellibylnum Irmu. Eyðileggingin er mikil og að minnsta kosti fjórtán hafa farist. Bylurinn er nú við Bahamaeyjar og vindhraðinn 75 metrar á sekúndu. Í Bandaríkjunum...
08.09.2017 - 13:06

Flóðbylgjuviðvörun við Kyrrahafsströndina

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út við gjörvalla Kyrrahafsströnd Mið-Ameríku, og í Ekvador, eftir jarðskjálftann undan ströndum Mexíkó. Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í skjálftanum, sem var 8,1 til 8,2 að stærð. Neyðarástandi hefur verið...
08.09.2017 - 12:45

Bretar senda neyðaraðstoð

Bretar senda í dag neyðarhjálp til Bresku Jómfrúaeyja á Karíbahafi sem urðu illa úti í fellibylnum Irmu.Tvær flutningavélar breska hersins halda í dag hlaðnar neyðaraðstoð til hamfarasvæðanna, þá eru og tvö bresk herskip væntanleg þangað með tjöld...
08.09.2017 - 11:26

Virðist vera stærsti skjálfti í minnst 100 ár

Minnst fimm eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti af stærðinni 8,1 varð í Chipaas-ríki, syðsta ríki Mexíkó, laust fyrir klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma. Fréttir af mannfalli og tjóni á mannvirkjum eru enn óljósar. Vala Hjörleifsdóttir...
08.09.2017 - 08:43

Skjálfti af stærð 8,1 skók Mexíkó og Gvatemala

Öflugur jarðskjálfti af stærðinni 8,1 reið yfir sunnanvert Mexíkó laust fyrir klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma. Skjálftinn varð á 70 kílómetra dýpi við Kyrrahafsströnd Chiapas-ríkis, syðsta ríkis Mexíkós. Fannst hann víða um land, líka í...
08.09.2017 - 06:56

Skulu lúta stjórnlagaþingi en víkja ella

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, varar verðandi ríkisstjóra landsins við því að véfengja lögmæti og völd hins nýkjörna stjórnlagaþings. Fari þeir ekki að vilja þess, verði þeir einfaldlega settir af. Ríkisstjórakosningar í öllum 23 ríkjum...
08.09.2017 - 04:11

Tveir fyrrum Brasilíuforsetar formlega ákærðir

Ríkissaksóknari Brasilíu birti í gær tveimur fyrrverandi forsetum landsins ákæru vegna skipulagðs og umfangsmikils fjárdráttar. Eru þau Dilma Rousseff og Luiz Inacio Lula da Silva, almennt nefndur Lula, sökuð um að hafa staðið fyrir samsæri um að...

Fundu milljarða í ferðatöskum og pappakössum

Lögregla í brasilísku borginni Salvador fann í dag tugi milljóna brasilískra ríala í reiðufé, andvirði milljarða króna, í ferðatöskum og pappakössum í íbúð sem tengist áhrifamanni í brasilísku ríkisstjórninni. Seðlarnir fundust við húsleit í íbúð...

Íbúar Púertó Ríkó búa sig undir hið versta

Á Karíbahafseyjaklasanum Púertó Ríkó eru íbúar nú í óða önn að búa sig undir hamfarirnar sem óhjákvæmilega fylgja fellibylnum Irmu, sem reiknað er með að hamast muni á eyjunum upp úr hádegi á miðvikudag. Irma er fimmta stigs fellibylur og hefur...

Irma gæti valdið mikilli eyðileggingu

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Púertó Ríkó og á Flórída vegna fellibylsins Irmu sem er nú á leið yfir Karíbahaf. Irma er enn að vaxa. Hún er orðin fimmta stigs fellibylur og bandaríska fellibyljamiðstöðin segir hana gríðarlega hættulega....

Skutu niður dúfu sem var með eiturlyf á bakinu

Lögregla í Argentínu skaut niður dúfu í dag sem var á leiðinni með eiturlyfjasendingu til fangelsis í borginni Santa Rosa. Á dúfunni var lítill bakpoki með róandi lyf og maríuana. Einnig var í pokanum lítill USB-minniskubbur. Lögregla hafði þegar...
02.09.2017 - 21:20

Næstráðandi Flóagengisins felldur

Næstráðandi í stærsta eiturlyfjagengi Kólumbíu var ráðinn af dögum af öryggissveitum þar í landi. Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, greindi frá þessu á Twitter í gærkvöld. 500 milljóna pesóa verðlaunum, jafnvirði nærri 18 milljóna króna, var...

FARC áfram FARC eftir nafnbreytingu

Fyrrum skæruliðahreyfingin FARC í Kólumbíu hefur skipt um nafn. Hreyfingin er nú einungis stjórnmálahreyfing og var ákveðið að breyta um nafn við umskiptin. Nýja nafnið vakti upp talsverðar deilur innan hreyfingarinnar.
01.09.2017 - 02:16

Stjórnarandstæðingum stefnt fyrir landráð

Nýstofnað stjórnlagaþing Venesúela ætlar að stefna andstæðingum forsetans fyrir dómstóla fyrir landráð. Þeir eru sagðir aðstoða Bandaríkin við að setja viðskiptabann á landið. Frá þessu greinir AFP fréttastofan.
30.08.2017 - 07:22