200 þúsund mótmæltu í Venesúela

Áætlað er að um tvö hundruð þúsund manns hafi í gær tekið þátt í mótmælaaðgerðum gegn stjórnvöldum í Venesúela, fimmtugasta daginn í röð. Sums staðar sauð upp úr þegar mótmælendum og lögreglu lenti saman. Í höfuðborginni Caracas og víðar beitti...
21.05.2017 - 09:39

Temer formlega sakaður um samsæri og spillingu

Ríkissaksóknari Brasilíu hefur formlega sakað Michel Temer, forseta landsins, um að brugga samsæri með samherja sínum í ríkisstjórninni um að þagga niður í vitnum og reyna að hindra rannsókn á viðamiklu spillingarmáli. Ásakanirnar byggja á því sem...
20.05.2017 - 03:53

6 fórust í sprengingum í skipasmíðastöðvum

Minnst sex fórust og á þriðja tug slösuðust í sprengingum sem urðu í tveimur skipasmíðastöðvum í borginni Cartagena í Kólumbíu í gær. Orsök sprenginganna er óljós en lögregla upplýsir að unnið sé að rannsókn á því, hvort um slys eða hryðjuverk hafi...
18.05.2017 - 03:04

42 fallnir í Venesúela

17 ára piltur og tveir karlmenn á fertugsaldri voru skotnir til bana þegar þeir tóku þátt í mótmælum gegn Nicolas Maduro og stjórn hans í Venesúela í gær og dag. Þar með hafa 42 týnt lífi í atburðum tengdum þessari nýjustu mótmælabylgju, sem staðið...
17.05.2017 - 00:43

Öldungar mótmæla forseta Venesúela

Lögregla beitti táragasi gegn öldruðum mótmælendum víða í Venesúela í gær. Efnahagslægðin í landinu hefur komið verulega illa við eldra fólk og þótti mörgum nú nóg komið. Þúsundir eldri borgara flykktust á götur Caracas og annarra stærri borga...
13.05.2017 - 03:13

Sú eina sem talar tungumál þjóðar sinnar

89 ára gömul kona í Chile er eina manneskja sem eftir er í veröldinni sem getur talað fornt tungumál þjóðar sinnar, Yaghan í héraðinu Tierra del Fuego, sem er syðsta byggða ból jarðar.
12.05.2017 - 22:43

Neyðarástandi vegna Zika aflétt í Brasilíu

Brasilísk heilbrigðisyfirvöld hafa aflýst neyðarástandi vegna Zika veirunnar. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu. Tilfellum sjúkdómsins hefur fækkað hratt undanfarið, eða um 95% á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.
12.05.2017 - 03:46

Segir kúkasprengjur vera efnavopn

Yfirvöld í Venesúela saka mótmælendur sem kasta mannaskít í óeirðarlögreglu um að beita efnavopnum. AFP fréttastofan hefur þetta eftir Marielys Valdez, yfirmanni rannsóknardeildar dómsmálaráðuneytisins. 
12.05.2017 - 03:18

„Stýran“ strauk úr 94 ára afplánun

Öryggissveitir í Gvatemala gera nú dauðaleit að leiðtoga leigumorðingasveitar sem strauk fyrir nokkrum dögum úr fangelsi norður af Gvatemalaborg. Leiðtoginn heitir Marixa Lemus, hún er 45 ára, gengur undir viðurnefninu „Stýran“, eða „La Patrona“ á...
12.05.2017 - 01:48

Segir ásakanir gegn sér skrípaleik

Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, segir ásakanir gegn sér um spillingu vera algjöran skrípaleik. Nafn hans er það stærsta í umfangsmiklu spillingarmáli sem tengist ríkisolíufyrirtækinu Petrobras, þar sem milljarðar dala fóru manna á milli...
11.05.2017 - 05:30

Háu hælarnir urðu hondúrskum fanga að falli

Hondúrskum fanga mistókst um helgina að strjúka úr prísund sinni í borginni San Pedro Sula. Djúp röddin og grunsamlegt göngulag á háum hælum kom upp um hann þegar hann reyndi að skjögra út um gestainnganginn að fangelsinu klæddur í svart pils,...
11.05.2017 - 00:53

14 létust í flugeldaslysi í Mexíkó

14 létust, þar af 11 börn, þegar flugeldageymsla sprakk í Mexíkó á mánudagskvöld. Sprengingin varð í þorpi í Puebla héraði, San Isidro sem liggur um 270 kílómetrum austur af Mexíkóborg. Flugeldana átti að nota í trúarhátíð sem halda átti 15. maí að...
10.05.2017 - 05:43

30 ára fangelsi fyrir særingarmeðferð

Prestur í Níkaragva var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir særingu sem dró konu til dauða. Auk prestins voru fjórir úr söfnuði hans dæmdir í 30 ára fangelsi, sem er þyngsta refsing sem hægt er að fá í landinu.

Almenningur dreginn fyrir herrétt

Fullyrt er að herdómstólar í Venesúela hafi úrskurðað minnst 50 manns í varðhald á meðan mál þeirra eru rannsökuð. Öll tóku hin handteknu þátt í hörðum og blóðugum mótmælaaðgerðum gegn Nicolasi Maduro, forseta Venesúela, og stjórn hans síðustu vikur...

Maradona þjálfar á ný

Knattspyrnugoðsögnin og vandræðagemlingurinn Diego Maradona er kominn með nýja vinnu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þar mun hann þjálfa annarrar-deildar liðið Fjuairah FC, að því er fram kemur á Facebook-síðu kappans og á twitter-síðu Fujairha...
07.05.2017 - 23:16