Allt troðið í Costco

Fjöldi fólks lagði leið sína í Costco í morgun þegar verslunin var opnuð formlega. Nokkur hundruð biðu í röð við verslunina þegar opnað var. Á bílastæðinu var björgunarsveitarfólk við umferðareftirlit og gekk umferðin vel.
23.05.2017 - 10:34

Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur tjáð sig um sjálfsmorðssprengjuárásina í Manchester í gærkvöld. Á Facebook-síðu sinni segir Bjarni:
23.05.2017 - 10:07

Lést í umferðarslysi í Eyjafirði

Drengur á 13. aldursári lést í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut vestari, skammt sunnan við Hrafnagil, í gær. Drengurinn ók litlu bifhjóli sem lenti í árekstri við jeppabifreið. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.
23.05.2017 - 08:45

„Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum“

Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga á svæðinu þar sem hryðjuverkið var framið að láta aðstandendur vita af sér. Sendiráð Íslands í Lundúnum fylgist með framvindu mála. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ekki sé vitað til þess að...
23.05.2017 - 08:42

Segir kostnað við breytingar vandlega metinn

Formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar segir ekkert óeðlilegt þó dýrt verði að endurnýja húsnæði Listasafnsins á Akureyri. Endurnýjunin sé löngu tímabær og húsið stórt. Fulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar hefur gagnrýnt kostnaðinn og...
22.05.2017 - 17:57

„Annað og meira en bara svokallað burðardýr“

Silvio Richter, fertugur Þjóðverji, var fyrir helgi dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að reyna smygla til landsins tveimur kílóum af sterku kókaíni. Tollsérfræðingur sagði stress hafa komið upp um Þjóðverjann. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að...
22.05.2017 - 22:22

Vantrausti lýst því það vantar rekstraráætlun

Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna segir ásakanir um að hann hafi samið sjálfur um kjör sín rangar og aðrir stjórnarmenn verði að líta í eigin barm. Stjórnarmaður í samtökunum segir að ekki sé verið að saka Ólaf um neitt slíkt heldur hafi...
22.05.2017 - 22:16

Framtíð HÚSÓ í uppnámi, ekkert nám næsta vetur

Svo virðist sem starfsemi Hússtjórnarskólans á Hallormsstað sé lokið í núverandi mynd. Skólanefnd sendi í kvöld frá sér tilkynningu um að ekki verði boðið upp á nám næsta vetur þar sem það þyki ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla.
22.05.2017 - 21:39

Varaformaður Neytendasamtakanna hættur

Ása Steinunn Atladóttir hefur sagt af sér sem varaformaður samtakanna og stjórnarmaður. Hún sendi stjórninni bréf þess efnis í kvöld. Ása segir að þegar hún hafi tekið að sér þessa stöðu hafi hún fljótt orðið þess áskynja að samstarfsvilji væri ekki...
22.05.2017 - 21:16

Þarf „róttækar lausnir“ varðandi krónuna

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir að hækkun virðisaukaskattsins á ferðaþjónustufyrirtæki eiga meðal annars að sporna við styrkingu krónunnar. Hann er ekki hrifinn af hugmyndinni um komugjöld og telur þau vera hinn eina sanna...
22.05.2017 - 20:27

Skammtímaaðgerðir ætti að forðast

Krónan hefur styrkst um tæp 40% á tveimur og hálfu ári. Hagfræðingur við Háskóla Íslands segir að sporna ætti gegn gengissveiflum með því að hækka skatta og draga úr ríkisútgjöldum. Forsætisráðherra segir að forðast eigi skammtímaaðgerðir til að...
22.05.2017 - 19:54

Stjórn NS svarar Ólafi: „Trúnaðarbrestur“

12 stjórnarmenn í Neytendasamtökunum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem harmað er að traust ríki ekki milli Ólafs Arnarsonar, formanns samtakanna, og annarra í stjórn. Þar segir að þegar í ljós hafi komið að sitjandi formaður hafi leynt...
22.05.2017 - 18:33

Vinna gegn mismunun með ókeypis námsgögnum

Nemendur við grunnskóla í Reykjanesbæ fá öll námsgögn ókeypis frá næsta hausti. Fjárveiting þess efnis var samþykkt á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar á dögunum með fjórum atkvæðum gegn einu.
22.05.2017 - 18:28

Stjórn ÖBÍ fundar um greiðslu til formannsins

Stjórn Öryrkjabandalags Íslands hefur setið á fundi síðdegis, meðal annars til að ræða greiðslu sem formaðurinn, Ellen Calmon, fékk frá bandalaginu í september síðastliðnum.
22.05.2017 - 18:12

Alvarlegt umferðarslys í Eyjafirði

Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðarbraut vestari, rétt sunnan við Hrafnagil, í dag rétt fyrir klukkan 16. Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að strax hafi verið ljóst að slysið væri alvarlegt.
22.05.2017 - 18:03