Vísindamenn hefja leit að tasmaníutígrum

Skipulögð leit er hafin að tasmaníutígrum í fylkinu Queensland í Ástralíu eftir að „trúverðugar“ ábendingar bárust um að sést hefði til þeirra þar. Tasmaníutígurinn hefur verið talinn útdauður í 80 ár þótt fólk haldi því reglulega fram að hann hafi...
28.03.2017 - 10:27

Debbie flokkuð sem náttúruhamfarir

Fellibylurinn Debbie, sem herjar á Queensland í norðvesturhluta Ástralíu, hefur verið skilgreindur sem náttúruhamfarir. Vindhraðinn sló í 75 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Nokkuð hefur dregið úr vindhraðanum síðustu klukkustundirnar.
28.03.2017 - 09:55

Hamfarastormurinn Debbie genginn á land

Fellibylurinn Debbie er genginn á land í Queensland í Norðaustur-Ástralíu og hamast þar á öllu sem fyrir verður af ógnarkrafti. Debbie er fjórða stigs fellibylur en enn er talin hætta á að hann sæki enn frekar í sig veðrið og falli í flokk fimmta...
28.03.2017 - 05:39

Fellibylur að skella á Queensland í Ástralíu

Tuttugu og fimm þúsund íbúum strandhéraða í Queensland í Ástralíu hefur verið sagt að forða sér að heiman vegna fellibyls sem kemur að landi í kvöld. Eitthvað er um að fólk neiti að fara.
27.03.2017 - 12:12

Sendiráðsstarfsmanni vísað frá Nýja-Sjálandi

Starfsmanni bandaríska sendiráðsins á Nýja Sjálandi var vísað úr landi vegna þess að lögreglan fékk ekki að taka af honum skýrslu í tengslum við alvarlegan glæp. Yfirvöld hafa ekki gefið frekari upplýsingar um glæpinn en fjölmiðlar á Nýja-Sjálandi...
20.03.2017 - 04:23

Heyrnartól sprungu á höfði flugfarþega

Kona vaknaði af værum blundi í flugvél á leið frá Peking til Melbourne í gær þegar þráðlaus heyrnartól sprungu á höfði hennar. Hún vaknaði við sprengjuhljóðið og henti af sér heyrnartólunum. Neistar flugu af þeim áður en það kviknaði í þeim og þau...
15.03.2017 - 05:12

Flugvél brotlenti á verslunarmiðstöð

Fimm eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á verslunarmiðstöð í Melbourne í Ástralíu að morgni þriðjudag á staðartíma. Daniel Andrews, fylkisstjóri Viktoríufylkis, segir þetta mannskæðasta flugslys í fylkinu í áratugi.
21.02.2017 - 02:14

Mega framselja Dotcom til Bandaríkjanna

Ný-sjálensk yfirvöld mega framselja tölvuþrjótinn Kim Dotcom til Bandaríkjanna samkvæmt úrskurði dómstóls þar í landi. Verjendur hans segja málinu þó hvergi nærri lokið og ætla að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls.
20.02.2017 - 06:44

Heimili ónýt eftir eldsvoða í Christchurch

Minnst ellefu heimili eru ónýt eftir mikinn eldsvoða sem geisar í ný-sjálensku borginni Christchurch. Hundruð hafa neyðst til að flýja heimili sín að sögn yfirvalda. AFP fréttastofan greinir frá því að þjóðvarðliðið hafi lýst yfir neyðarástandi í...
16.02.2017 - 02:08

Hundruð grindhvala syntu á land

Nærri fjögur hundruð grindhvalir drápust eftir að þeir syntu á land á Nýja-Sjálandi um helgina. Enn er lítið vitað um þennan sorglega en árvissa atburð.
13.02.2017 - 21:55

Miklir eldar í Nýja Suður-Wales

Meira en 50.000 hektarar lands hafa brunnið í kjarr- og skógareldum í fylkinu Nýja Suður-Wales í suðausturhluta Ástralíu undanfarna daga. Um 2.500 manns, slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar hafa barist við eldana, en aðalhamfarasvæðið er í námunda við...
13.02.2017 - 10:31

Yfir 400 grindhvalir stranda á Nýja Sjálandi

Yfir 400 grindhvalir syntu upp í fjöru á norðurodda Suðureyjar Nýja Sjálands í morgun. Meirihluti þeirra var dauður þegar fjöldi sjálfboðaliða kom á vettvang og tók til við að reyna að hjálpa þeim sem eftir lifðu á haf út. Algengt er að hvalir...
10.02.2017 - 03:09

Með nefið eitt upp úr forarvilpu tímunum saman

Það þykir ganga kraftaverki næst að Ástralinn Daniel Miller skuli enn draga andann eftir að hafa setið fastur í forarpytti klukkustundum saman, með nefið rétt ofan vatnsyfirborðsins. Bóndinn Miller, sem er hálffimmtugur, var á ferðinni á lítilli...
09.02.2017 - 03:35

Hyggst stofna nýjan íhaldsflokk

Ástralski þingmaðurinn Cory Bernardi hefur sagt skilið við Frjálslynda-flokkinn, flokk Malcolms Turnbulls forsætisráðherra, og hyggst stofna nýjan flokk íhaldsmanna. Bernardi tilkynnti þetta fulltrúum efri deildar ástralska þingsins í morgun.
07.02.2017 - 11:52

Munkar og prestar brutu á þúsundum barna

4.444 sögðu ástralskri nefnd frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi starfsmanna kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu frá 1980 til 2015. Meðalaldur fórnarlambanna var tíu og hálft ár hjá stúlkum og tæp tólf ár hjá drengjum.
06.02.2017 - 01:46