Áformuðu hryðjuverk í Feneyjum

Ítalska lögreglan handtók í nótt þrjá menn, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Feneyjum. Upplýsingar höfðu borist um að þeir ætluðu að sprengja upp Rialto brúna, eitt þekktasta kennileiti borgarinnar. Þremenningarnir eru frá...
30.03.2017 - 15:25

Fimm fórust í þyrluslysi í Wales

Fimm fórust þegar þyrla hrapaði í fjalllendi í Snowdonia-þjóðgarðinum í Wales í gær, enginn komst lífs af. Forsvarsmenn björgunarsveita í Wales greindu frá þessu, en flak þyrlunnar fannst í morgun.
30.03.2017 - 14:07

Snjóflóð hreif með sér bíla

Snjóflóð féll á þjóðveginn í Lavangsdal nærri Tromsö í Norður-Noregi í morgun og hreif með sér að minnsta kosti þrjá bíla. Fólki hefur verið bjargað úr bílunum þremur og var enginn meiddur.
30.03.2017 - 10:27

Þyrlu leitað í Wales

Breskar björgunarsveitir leita nú þyrlu sem hvarf af ratsjám yfir Caernarfon-flóa í Wales síðdegis í gær. Fimm voru í þyrlunni, sem var á leið frá Milton Keynes á Englandi til Dyflinnar.
30.03.2017 - 09:10

Tíundi hver íbúi Hannover flýr sprengjur

Um 50 þúsund manns þurfa líklega að yfirgefa heimili sín í Hannover í Þýskalandi á næstunni. Fjöldi ósprunginna sprengja frá síðari heimsstyrjöldinni fannst í Vahrenwald hverfinu í norðanverðri borginni. Að sögn vefmiðilsins The Local eru...
30.03.2017 - 06:41

Fangelsisdómur fyrir grín á Twitter

21 árs kona var dæmd í eins árs fangelsi á Spáni í gær vegna skrifa sinna á Twitter um morðið á fyrrum forsætisráðherra Spánar. Cassandra Vera var fundin sek um að lofsama hryðjuverk og gera lítið úr fórnarlömbum hryðjuverka með skrifum sínum. 
30.03.2017 - 05:52

Sprengjuárás á pólska ræðismannsskrifstofu

Nokkrar skemmdir urðu á húsi aðalræðismanns Póllands í borginni Lutsk í Úkraínu þegar sprengjum var varpað á það í nótt. Svo virðist sem sprengjuvarpa hafi verið notuð til árásarinnar, þar sem mestu skemmdirnar urðu á fjórðu hæð hússins.
29.03.2017 - 15:08

Úrsögn Breta sársaukafull

Úrsögn úr Evrópusambandinu verður Bretum sársaukafull. Þetta sagði Francois Hollande, forseti Frakklands, í dag. Forsetinn ræddi við fréttamenn í Indónesíu skömmu eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í bréfi að úrsagnarferlið...
29.03.2017 - 14:55

Óttast um 146 flóttamenn

Óttast er að 146 flóttamenn hafi drukknað þegar báti þeirra hvolfdi nokkrum klukkustundum eftir að hann lét úr höfn í Líbíu fyrr í þessari viku. Að sögn flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna komst ungur maður frá Gambíu lífs af. Hann greindi frá...
29.03.2017 - 13:38

Dylan tekur við Nóbelsverðlaununum um helgina

Bob Dylan tekur við Nóbelsverðlaununum í bókmenntum við athöfn í Stokkhólmi um næstu helgi. Sara Danius, framkvæmdastjóri Nóbelsakademíunnar, greindi frá þessu í dag.
29.03.2017 - 10:52

Valls lýsir yfir stuðningi við Macron

Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, lýsti í morgun yfir stuðningi við forsetaframboð miðjumannsins Emmanuels Macrons. Valls sagðist í sjónvarpsviðtali ætla að kjósa Macron því hann vildi ekki að franska lýðveldinu yrði stefnt í...
29.03.2017 - 10:48

May skrifar undir útgöngu Breta

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirritaði bréf í gærkvöld sem markar upphaf útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bréfið verður afhent Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, í dag. Þar með reynir í fyrsta sinn á fimmtugustu grein Lissabon-...
29.03.2017 - 03:52

Skoska þingið samþykkir þjóðaratkvæðagreiðslu

Skoska þingið samþykkti í dag að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar, fengi að leggja fram formlega beiðni til bresku ríkisstjórnarinnar um að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
28.03.2017 - 21:38

Rannsaka fullyrðingar um njósnir Tyrkja

Saksóknarar í Þýskalandi ætla að rannsaka fullyrðingar um að tyrkneskir njósnarar hafi fylgst með fólki sem grunað er um stuðning við múslimaklerkinn Fetullah Gülen þar í landi. Búast má við að samskipti ráðamanna þjóðanna versni enn frekar við...
28.03.2017 - 16:50

Skoska þingið styður kröfu um þjóðaratkvæði

Skoska þingið samþykkti í dag með 69 atkvæðum gegn 59 að heimila Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra heimastjórnarinnar, að fara formlega fram á að breska stjórnin heimili að Skotar gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði.
28.03.2017 - 16:28