Norskir flugmenn hafna tvöföldu yfirvinnukaupi

Flugmenn flugfélagsins Norwegian munu ekki taka tilboði flugfélagsins um tvöfalt yfirvinnukaup á frídögum. Flugfélagið á í vandræðum með að manna starfsemi sína á háannatíma og neyðist því til að gera flugmönnum óvenjulega góð tilboð. Þetta segir á...
27.06.2017 - 05:38

Salvador Dalí grafinn upp

Dómstóll á Spáni fyrirskipaði í dag að jarðneskar leifar listamannsins fræga, Salvadors Dalis, skyldu grafnar upp. Ætlunin er að fá lífsýni til að unnt verði að skera úr um hvort kona frá borginni Girona í norðausturhluta Spánar sé dóttir hans....
26.06.2017 - 13:47
Erlent · Evrópa · Myndlist · Spánn · Mannlíf · Menning

Macron viðurkennir ekki innlimun Krímskaga

Frakkar viðurkenna ekki innlimun Krímskaga í Rússland. Þetta sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að loknum viðræðum við Petro Porosjenko, forseta Úkraínu, í París í morgun. 
26.06.2017 - 12:24

Þjóðgarður í hættu vegna skógarelda

Skógareldar í Andalúsíu ógna einum þekktasta þjóðgarði Spánar. Tvö þúsund manns hafa verið fluttir á brott vegna þeirra. Allt kapp er lagt á að koma í veg fyrir að eldarnir nái inn í þjóðgarðinn, þar sem meðal annars er að finna dýr í...
26.06.2017 - 12:15

DUP styður minnihlutastjórn May

Í morgun var undirritað samkomulag breska Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi DUP, sem gerir Íhaldsflokknum kleift að sitja áfram við völd þrátt fyrir að hafa misst meirihluta sinn á þingi í kosningunum í Bretlandi...
26.06.2017 - 11:29

Sorp safnast við götur í Grikklandi

Sorp hefur safnast saman á götum borga og bæja í Grikklandi undanfarna viku vegna verkfalls sorphirðumanna.
26.06.2017 - 08:46

Írar björguðu 712 flóttamönnum

Áhöfn írska herskipsins LÉ Eithne bjagaði í gær 712 flóttamönnum á Miðjarðarhafi. Fólkið hugðist komast frá Líbíu í Norður-Afríku til Evrópu á nokkrum illa búnum fleytum.
26.06.2017 - 08:07

Skógareldar á Suður-Spáni

Um 1.500 íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín á Suður-Spáni eftir að skógareldar brutust út í þjóðgarði í Andalúsíu. Eldurinn kviknaði í gærkvöld og breiddist hratt út og hafði ekki tekist að hemja hann um miðjan dag. Hitabylgja hefur verið á þessum...
25.06.2017 - 15:13
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn

Tröllatyppið sprengt

Snemma í gærmorgun sá hópur skokkara í Eigersund í Noregi að klettur, sem kallaður hefur verið Tröllatyppið, hafði verið sprengdur þá um nóttina. Kjetill Bentsen hefur verið forvígismaður þeirra sem vildu gera klettinn að álíka viðkomustað hjá...
25.06.2017 - 14:33

Óöruggt ástand í Árósum

Til vopnaðra átaka kom í Árósum í gær þegar skotvopnum var beitt í vesturhluta borgarinnar. Átök milli glæpagengja hafa stigmagnast í Árósum að undanförnu og telja lögregluyfirvöld að um slík átök hafi verið að ræða. Þau vildu hinsvegar ekki fara út...
25.06.2017 - 04:20

SKAM leggja upp laupana

Stjörnur hinna vinsælu SKAM-þáttaraða kveðja nú hlutverk sín, en síðasti þáttur fer í loftið í kvöld. Þættirnir hafa farið sigurför um heiminn, en SKAM þættirnir eru norskt unglingadrama og gerast í framhaldsskólanum Hartvig Nissen í útjaðri Oslóar...
24.06.2017 - 04:42
Erlent · Evrópa · Noregur · skam

Eldurinn kviknaði út frá ísskáp

Eldurinn í Grenfell-turninum í Lundúnum, sem varð allt að 79 að bana, kviknaði út frá ísskáp. Þetta kemur fram hjá lögreglunni í Lundúnum. Lögreglan staðfestir jafnframt að ekki hafi verið um íkveikju að ræða.
23.06.2017 - 10:46

Blautasti júní aldarinnar í Björgvin

Veðurguðirnir hafa ekki verið Björgvinjarmönnum hliðhollir í sumar, að því er fram kom á vef norska ríkisútvarpsins, NRK, í gær. Er þetta blautasti júnímánuður síðan 1952 samkvæmt mælingum Veðurstofu Noregs, en rignt hefur alla daga mánaðarins í...
23.06.2017 - 05:09

Merkel snupraði May

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, snupraði Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við upphaf leiðtogafundar Evrópusambandsins í Brussel í dag og sagði að málefni Evrópusambandsins hefðu forgang umfram viðræður um úrsögn Breta úr sambandinu. 
22.06.2017 - 16:40

Svíar vara við þyrilsnældum

Neytendastofa í Svíþjóð varar við vinsælum leikföngum, sem hafa fengið íslenska nafnið þyrilsnældur. Athygli er vakin á því að þær hafi valdið slysum erlendis. Síðustu daga hefur stofnunin stöðvað sölu 45 þúsund snælda, sem ekki hafa...
22.06.2017 - 13:42