Róhingjar eru hættir að flýja til Bangladess

Straumur Róhingja-flóttamanna frá Mjanmar til nágrannaríkisins Bangladess virðist hafa stöðvaðst. Enginn hefur komið yfir landamærin síðastliðna þrjá daga. Á fimmta hundrað þúsund Róhingjar hafa flúið síðustu vikur og hafast við í flóttamannabúðum...
23.09.2017 - 18:34

Skorar á Katalóna að hætta við kosningar

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, skorar á sjálfstæðissinna í Katalóníu að gefast upp og hætta við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins 1. október næstkomandi. Þeir viti að atkvæðagreiðslan sé óframkvæmanleg.
23.09.2017 - 16:28

Colin Firth orðinn ítalskur ríkisborgari

Colin Firth, sem þykir flestum öðrum kvikmyndaleikurum fremri við að leika hinn dæmigerða Englending, er orðinn ítalskur ríkisborgari. Innanríkisráðuneytið í Rómarborg greindi frá því í gær að Firth hefði verið veittur ítalskur ríkisborgararéttur. Í...
23.09.2017 - 16:21

Vofa Francos lifir

Stuðningsmenn Francos sem var einræðisherra á Spáni, halda enn um valdataumana á Spáni. Þetta segir Raül Romeva, utanríkisráðherra heimastjórnar Katalóníu í viðtali við RÚV. Hann er sannfærður um að þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði Katalóníu...
23.09.2017 - 15:14

Enn skelfur jörð í Mexíkó

Snarpur eftirskjálfti, 6,2 að stærð, reið yfir miðhluta Mexíkós í dag. Upptökin voru rúmlega nítján kílómetrum suðaustan við borgina Matias Romero í héraðinu Oaxaca. Björgunarsveitarmenn í Mexíkóborg hættu störfum í nokkra stund eftir að skjálftinn...
23.09.2017 - 14:59

Þjóðernissinnar sækja á í Þýskalandi

Þýski þjóðernisflokkurinn Alternative für Deutschland eða Annar valkostur fyrir Þýskaland gæti náð um sjötíu fulltrúum á sambandsþingið eftir kosningarnar á morgun. Allt bendir hins vegar til þess að íhaldsflokkarnir sem Angela Merkel leiðir,...

Misheppnuð ástarævintýri kaldastríðspöndu

Um miðjan sjöunda áratuginn urðu ástir og kynlíf pandabjarna að pólitísku deilumáli í Bretlandi og Sovétríkjanna. Ástæðan voru áform um að leiða saman einu tvo pandabirnina sem þá var að finna utan Kína, í von um að afkvæmi hlytist af. En birnirnir...
22.09.2017 - 14:23

Mældu jarðskjálfta í Norður-Kóreu

Jarðskjálftamælar í Kína sýna að skjálfti af stærðinni þrír komma fjórir varð í dag í Norður-Kóreu. Samkvæmt mælunum voru upptökin á innan við eins kílómetra dýpi. Að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua kann það að benda til þess að sprenging hafi...
23.09.2017 - 10:04

Skorar á Þjóðverja að mæta á kjörstað

Martin Schultz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi, skorar á Þjóðverja að mæta á kjörstað á morgun og greiða atkvæði í kosningum til sambandsþingsins. Með því móti segir hann að best verði dregið úr möguleikum þess að öfgaflokkurinn Alternative für...

Tíst um tíðablóð fellir ungfrú Tyrkland

Nýkrýnd fegurðardrottning Tyrklands var svipt titlinum ungfrú Tyrkland vegna tísts á Twitter frá því á síðasta ári. Er því haldið fram að hin átján ára Itir Esen hafi í tístinu lýst í það minnsta óbeinum stuðningi við valdaræningja með óvenjulegum...
23.09.2017 - 07:25

Kína skrúfar fyrir eldsneytissölu til N-Kóreu

Kínverjar ætla að draga mjög úr sölu á fullunnum jarðolíuafurðum til Norður-Kóreu til samræmis við nýjustu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar um. Einnig munu þeir hætta öllum innflutningi á norður-kóreskum textílvörum, eins og kveðið er á um...
23.09.2017 - 05:28

10.000 flýja yfirvofandi eldgos

Um 10.000 manns hefur verið skipað að rýma heimili sín í nágrenni eldfjallsins Agung á Indónesíu, þar sem búið er að lýsa yfir hæsta viðbúnaðarstigi vegna líkinda á eldgosi. Almannavarnir á Indónesíu hvetja fólk til að halda sig minnst 9 kílómetra...
23.09.2017 - 03:56
Erlent · Hamfarir · Asía · eldgos · Indónesía

Vilja ræða mál Róhingja í Öryggisráðinu

Svíþjóð, Frakkland, Bretland, Bandaríkin og þrjú ríki önnur hafa kallað eftir fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða skálmöldina í Rakhine-héraði í Mjanmar. AFP-fréttastofan greinir frá þessu. Farið er fram á að framkvæmdastjóri...
23.09.2017 - 02:55

Yfir 20 flóttamenn drukknuðu á Svartahafi

Minnst 21 manneskja drukknaði þegar fiskibátur fullur af flótta- og förufólki sökk á Svartahafi í gær, skammt undan ströndum Tyrklands. Óttast er að fleiri hafi farist. Tyrkneska strandgæslan upplýsir þetta. Fjörutíu manns sem voru um borð var...
23.09.2017 - 02:49

70.000 sagt að flýja strax vegna flóðahættu

Um eða yfir 70.000 Púertó-Ríkönum hefur verið gert að rýma heimili sín og forða sér hið snarasta eftir að sprunga myndaðist í stíflu svo flæða tók í gegn. Tekist hefur að hemja lekann og stýra honum að nokkru leyti en óttast er að stíflugarðurinn...
23.09.2017 - 00:25