Þriðji maðurinn handtekinn

Fimm grunaðir hryðjuverkamenn voru vegnir eftir að bifreið var ekið á vegfarendur í bænum Cambrils á norðaustur Spáni í gærkvöld. Lögregla leitar enn mannsins sem varð þrettán að bana og særði um 100 í Barselóna í gær. Þrír eru í haldi lögreglu...
18.08.2017 - 08:02

„Eins og borgin hefði dáið í smástund“

Íbúar Barselóna hafa síðustu ár búið við hryðjuverkaógn segir Harpa Sigurfinnsdóttir sem bjó í borginni um árabil og er þar á ferðalagi. Hún var í nágrenni Römblunnar þegar hryðjuverkin voru framin í gær. Harpa segir að þögn hafi færst yfir borgina...
18.08.2017 - 08:02

Fórnarlömbin frá 24 löndum

Bílstjórinn sem ók sendibíl inn á Römbluna í Barselóna í gær er enn ófundinn. Lögregla handtók tvo menn í borginni í gær í tengslum við árásina. Fimm grunaðir hryðjuverkamenn voru skotnir til bana af lögreglu í borginni Cambrils í nótt, um 120...
18.08.2017 - 06:34

Telur Trump segja af sér fyrir áramót

Ævisagnaritari Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, telur hann eiga eftir að hætta störfum áður en kjörtímabili hans lýkur. Hringurinn sé stöðugt að þrengjast að honum og brátt eigi hann engra annarra kosta völ.
18.08.2017 - 06:12

Forseti Suður-Kóreu fær falleinkunn

Forseti Suður-Kóreu fær falleinkunn fyrir fyrstu hundrað daga sína í embætti í pistli í ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu. Forsetinn er sagður hræsnari vegna ummæla sinna í tilefni hundrað daga setunnar.
18.08.2017 - 05:46

Sorgardagur í Katalóníu

Lögregla skaut fimm grunaða hryðjuverkamenn til bana í spænsku borginni Cambrils í nótt. Mennirnir óku á gangandi vegfarendur og særðu sex almenna borgara. Þeir eru taldir tengjast hryðjuverkaárásinni í Barselóna í gær.
18.08.2017 - 04:48

Tíu ára stúlka fæddi barn á Indlandi

Barn var tekið með keisaraskurði úr tíu ára stúlku á Indlandi sem varð ófrísk eftir nauðgun. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, vissi stúlkan ekki af því að hún væri þunguð. Hæstiréttur Indlands hafnaði því í síðasta mánuði að rjúfa meðgöngu...
18.08.2017 - 04:17
Erlent · Asía · Indland

Saga Trumps af hershöfðingja hrakin

Skömmu eftir að fregnir bárust af hryðjuverkaárásinni í Barselóna í gær fordæmdi Bandaríkjaforseti árásina og bauð fram aðstoð Bandaríkjanna. Að því loknu setti hann inn aðra færslu á Twitter þar sem hann bað fylgjendur sína um að kynna sér aðferðir...

Grunaðir hryðjuverkamenn felldir í Cambrils

Spænska lögreglan felldi fjóra grunaða hryðjuverkamenn og særði einn í lögregluaðgerð í borginni Cambrils, um 100 kílómetrum suður af Barselóna. Lögreglan og innanríkisráðuneytið greindu frá þessu um miðnætti. Skömmu fyrir miðnætti beindu yfirvöld...

Ökumaður sendibílsins gengur enn laus

Spænska lögreglan gerir nú mikla leit að manni sem ók sendibíl inn í mannfjölda á Römblunni, aðalverslunar- og veitingahúsagötu í Barselóna á Spáni um miðjan dag, og varð minnst þrettán manns að bana og særði hundrað. Lögregla staðfesti nú á tíunda...
17.08.2017 - 22:46

Íslamska ríkið lýsir árásinni á hendur sér

Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst árásinni í Barselóna á hendur sér. Þetta gerðu samtökin á veffréttaveitu sinni, Amaq. „Árásarmennirnir í Barcelona eru hermenn íslamska ríkisins og árás þeirra var til að bregðast við...
17.08.2017 - 19:52

Hann tók hvíta sendiferðabílinn á leigu

Spænska lögreglan handtók mann undir kvöld í tengslum við hryðjuverkið í Barselóna. Ekki hefur verið greint frá nafni hans, en fjölmiðlar hafa gengið að því gefnu að hann heiti Driss Oukabir. Hann er talinn vera frá Marseille í Frakklandi, af...
17.08.2017 - 19:27

Heyrðu ískrið í bílnum og skelfileg vein

Hjónin Líney Árnadóttir og Magnús Jósefsson eru í sumarfríi í Barselóna og voru rétt við Römbluna þegar hryðjuverkaárás var gerð þar nú síðdegis sem varð fjölda fólks að bana. „Við vorum kannski svona 100 metrum frá þessu,“ segir Líney, sem bíður nú...
17.08.2017 - 16:51

Bandaríkjamenn verða áfram í Sýrlandi

Bandarískur her verður áfram í norðurhluta Sýrlands löngu eftir að íslamskar vígasveitir þar verða yfirbugaðar. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir talsmanni Sýrlensku lýðræðisfylkingarinnar SDF, bandalags vopnaðra sveita Kúrda og araba. 
17.08.2017 - 16:29

Milljónir manna á vergangi

Milljónir manna hafa hrakist frá heimkynnum sínum vegna borgarastríðsins í Suður-Súdan, um helmingurinn til grannríkja. Stjórnvöld í Úganda hafa óskað eftir aukinni aðstoð við að tryggja flóttafólki húsnæði og mat. 
17.08.2017 - 16:17