Þingforseti sviptur völdum

Forsætisnefnd þings Evrópuráðsins samþykkti í dag að svipta Pedro Agramunt þingforseta völdum. Hann hafði það helst til saka unnið að taka sér ferð á hendur til Sýrlands í síðasta mánuði, þar sem hann hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta að máli.
28.04.2017 - 17:56

Átta fermetra kofi á rúmar ellefu milljónir

Þetta fallega litla hús er á eyjunni Kjøkøy við utanverðan Óslóarfjörð í Noregi. Húsið er smátt, aðeins átta fermetrar, og verðið hefur vakið mikla athygli; 900.000 norskar, jafnvirði rúmlega ellefu milljóna íslenskra króna. Það gerir tæpa eina og...
28.04.2017 - 16:58

Málmþreyta olli þyrluslysi í Noregi

Málmþreyta í tannhjóli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla frá norska fyrirtækinu CHC Helikopter fórst á Hörðalandi í Noregi með þrettán manns. Slysið varð 29. apríl í fyrra. Í framhaldinu ákvað Airbus fyrirtækið að kyrrsetja allar þyrlur sömu...
28.04.2017 - 16:01

Tillaga Íra rædd á leiðtogafundi

Leiðtogar Evrópusambandsins koma saman á morgun til að ræða helstu markmið í viðræðum um úrsögn Breta úr sambandinu. Á fundinum verður rædd umdeild tillaga frá stjórnvöldum á Írlandi. 
28.04.2017 - 11:51

Milljónir hjálpar þurfi í Eþíópíu

Um 7,7 milljónir Eþíópíumanna þurfa matvælaaðstoð á þurrkasvæðum landsins eða meira en tveimur milljónum fleiri en talið var í byrjun árs. Ríkisfjölmiðlar í Eþíópíu greindu frá þessu í morgun.
28.04.2017 - 11:04

Briois valinn leiðtogi til bráðabirgða

Franska Þjóðfylkingin, flokkur Marine Le Pen, hefur fengið nýjan leiðtoga til bráðabirgða, þann annan á nokkrum dögum. 
28.04.2017 - 10:44

Rússar mótmæla NATO-fundi

Rússar mótmæla fundi Atlantshafsbandalagsríkja á Svalbarða og segja að hann brjóti gegn anda Svalbarðasamkomulagsins frá árinu 1920. Fundurinn sé ögrandi aðgerð og geti aukið á spennu milli Rússlands og NATO í norðri.
28.04.2017 - 09:13

Skipað að birta áætlun gegn mengun

Hæstiréttur í Bretlandi hefur fyrirskipað bresku ríkisstjórninni að birta án tafar áætlun um aðgerðir gegn loftmengun. Í úrskurði hæstaréttar segir að óheimilt sé að fresta því að birta áætlunina fram yfir komandi þingkosningar í júní eins og...
28.04.2017 - 09:05

Fimm látnir eftir árásina í Stokkhólmi

Yfirvöld í Svíþjóð greindu frá því í morgun að kona hefði látist á sjúkrahúsi af meiðslum sem hún hlaut í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi fyrr í þessum mánuði.
28.04.2017 - 08:39

Átök á þingi Makedóníu

Gjorge Ivanov, forseti Makedóníu, hvetur landsmenn til að halda ró sinni eftir atburðina á þingi í gær. Fjöldi manna réðst inn í þinghúsið í Skopje í gær til að mótmæla kosningu þingforseta úr röðum albanska minnihlutans í landinu. 
28.04.2017 - 07:59

Tímamót í rannsóknum á forfeðrum manna

Fjölþjóðlegt lið vísindamanna hefur fundið DNA erfðaefni ættingja mannkyns í hellum án þess að hafa fundið þar bein. Uppgötvunin gæti varpað nýju ljósi á sögu mannkyns og þróunar þess. 
28.04.2017 - 06:36

Líkur á hörðum átökum við Norður-Kóreu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir líkur á gríðarlegum hernaðarátökum gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorku- og flugskeytatilrauna þeirra. Sjálfur segist hann frekar vilja setjast að samningum við ríkið. Þá vill Trump að Suður-Kórea greiði fyrir...
28.04.2017 - 05:18

Tillerson og Trump hrósa forseta Kína

Kínverjar hafa krafist þess að Norður-Kórea láti af frekari kjarnorkutilraunum. Frá þessu greindi Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í sjónvarpsviðtali við Fox fréttastöðina í gær. 
28.04.2017 - 01:58

Handtökur í Bretlandi vegna hryðjuverka

Kona á þrítugsaldri særðist þegar lögregla skaut að henni í London í dag. Fjórir aðrir voru handteknir og er fólkið grunað um tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Konan er nú á sjúkrahúsi og er hennar gætt af lögreglu.
28.04.2017 - 00:01

Marine Le Pen sökuð um meiri fjárdrátt

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi frönsku þjóðfylkingarinnar, er sögð hafa svikið út úr sjóðum Evrópuþingsins sem nemur meira en hálfum milljarði króna með því að þiggja greiðslur til starfsmanna sem sagðir voru vinna fyrir evrópuþingmenn flokkins...
27.04.2017 - 20:23