Stal bíl með tveimur kornungum bræðrum

Lögregla í Suður-Kaliforníu hefur síðustu klukkustundir gert dauðaleit að Honda Accord bíl sem stolið var í gærkvöld í bænum Cathedral City. Í aftursæti bílsins voru tveir bræður, Jayden og Carlos Cortez, eins og tveggja ára.
24.03.2017 - 09:14

Einn enn í lífshættu eftir árásina í Lundúnum

Fjórir liggja enn alvarlega særðir á sjúkrahúsum í Lundúnum eftir árásina á miðvikudag utan við breska þingið og á Westminsterbrú. Þar af er einn í lífshættu, að því er dagblaðið Guardian greinir frá í dag.
24.03.2017 - 08:00

Umfangsmikil viðskipti á Cayman

Eftir söluna á nærri 30% hlut í Arionbanka hefur borið á kröfum um að upplýst verði um eignarhald þeirra félaga og sjóða sem keyptu þennan hlut. Kaupendur eru fjórir fyrrverandi kröfuhafar Kaupþings, en spurt er hverjir standa þar á bak við.
24.03.2017 - 07:49

Krefst atkvæðagreiðslu um tryggingakerfið

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett Repúblikönum í fulltrúadeild þingsins stólinn fyrir dyrnar eftir að þeir frestuðu atkvæðagreiðslu um lagabálk um víðtækar breytingar á heilbrigðistryggingakerfi landsins í gærkvöld. Krefst hann þess að...
24.03.2017 - 06:20

Fillon sakar Hollande um vélabrögð

Francois Fillon, frambjóðandi frambjóðandi íhaldsmanna í yfirvofandi forsetakosningum í Frakklandi, sakar nafna sinn, sósíalistann Hollande, Frakklandsforseta, um að hafa skipulagt leka á dómsskjölum til fjölmiðla, í því skyni að sverta áður...

25 féllu í átökum á Sínaí-skaganum

10 egypskir hermenn og 15 uppreisnarmenn dóu á Sínaískaga í dag. Tvær sprengjur voru sprengdar í vegkanti þegar hermennirnir óku hjá, en þeir tóku þátt í áhlaupi á vígasveit sem talin er hafa tengsl við Íslamska ríkið. Þrír foringjar og sjö...
24.03.2017 - 01:51

Grófu sig út úr fangelsi í Mexíkó

Að minnsta kosti 29 fangar náðu að sleppa úr fangelsi í Ciudad Victoria nærri landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í dag. Fangarnir komust úr fangelsinu gegnum 40 metra löng göng sem fangarnir höfðu grafið á fimm metra dýpi.
23.03.2017 - 22:32

Óttast að 200 manns hafi drukknað

Óttast er að yfir 200 flóttamenn hafi drukknað þegar bátur sökk úti fyrir ströndum Líbíu í dag. BBC greinir frá því að lík fimm ungra karlmanna hafi fundist nærri tveimur bátum sem hafði hvolft. Yfir hundrað manns kunni að hafa verið á hvorum bátnum.
23.03.2017 - 20:37

Heimskautaísinn hverfur

Nýjar gervihnattamyndir sýna að vetrarís á Norður-Pólnum er sá minnsti frá upphafi mælinga, þriðja veturinn í röð. Lagnaðarís hefur minnkað vegna hærri lofthita af völdum loftslagsbreytinga. Vísindamenn vara við alvarlegum afleiðingum þessa, öfgum í...
23.03.2017 - 18:44

Ágreiningur um innflytjendamál eykst í Kanada

Justin Trudeau, forsætisráðherra í Kanada opnaði faðminn í byrjun árs og sagði að Kanadamenn byðu þá sem flýja ofsóknir, ógnir og stríð velkomna. Þetta sagði hann á Twitter í byrjun árs eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um umdeilt...
23.03.2017 - 17:00

Árásarmaðurinn er 52 ára Breti

Lögreglan í Lundúnum hefur birt nafn mannsins sem framdi voðaverkin við þinghúsið í miðborginni í gær. Hann hét Khalid Massoud, var 52ja ára gamall, borinn og barnfæddur í Kent, suðvestur af Lundúnum. Lögreglan segir í yfirlýsingu á Twitter að engar...
23.03.2017 - 16:20

Grunaður um að ætla að keyra á fólk

Maður var stöðvaður og handtekinn í belgísku hafnarborginni Antwerpen fyrr í dag grunaður um að ætla að keyra bíl sínum á fólk í borginni. Í bíl hans fundust eggvopn, byssa og torkennilegur vökvi. Belgískir hermenn reyndu að stöðva manninn þegar...
23.03.2017 - 15:29

Umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu frestað

Skoska þingið hefur frestað því til næsta þriðjudags að greiða atkvæði um tillögu Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra, um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Skotland verði sjálfstætt ríki. Þetta er gert í virðingarskyni við breska þingið....
23.03.2017 - 13:39

Íslamska ríkið lýsir árás á hendur sér

Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segja í yfirlýsingu að þeirra maður hafi verið að verki þegar árás var gerð á fólk utan við þinghúsið í Lundúnum í gær. Þetta kemur fram á Amaq, fréttasvef vígasveitanna. Þar segir að árásin hafi...
23.03.2017 - 13:00

Dagur Norðurlanda í dag

Dagur Norðurlanda er í dag, en 23. mars árið 1962 var Helsingforssáttmálinn undirritaður.
23.03.2017 - 12:01