Seðlabankinn tapaði á sterkri krónu

35 milljarða króna tap var af rekstri Seðlabankans á síðasta ári. Þetta er mikill viðsnúningur frá árunum þar á undan. Seðlabankinn hagnaðist um 5,6 milljarða króna árið 2015 og 11,2 milljarða árið 2014. Þórunn Guðmundsdóttir, formaður bankaráðs...
30.03.2017 - 22:47

„Grafalvarlega afleiðingar“ af skattahækkunum

Samtök ferðaþjónustunnar skora á ríkisstjórnina að láta af áformum um hækkun virðisaukaskatts á íslenska ferðaþjónustu. Í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi samtakanna á Hótel Sögu fyrr í kvöld segir að verði virðisaukaskattur á ferðaþjónustu...
30.03.2017 - 20:59

Hagnaður af kauprétti skattlagður sem laun

Hagnaður Skarphéðins Berg Steinarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Baugi, af kaupréttarsamningum með bréf í fyrirtækinu flokkast sem launatekjur og ber að skattleggja sem slíkar. Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur...
30.03.2017 - 20:19

„Sannfærður um að við lendum ekki í þessu“

Þó aldrei sé hægt að útiloka óhöpp við uppkeyrslu á nýjum verksmiðjum segist forstjóri PCC Bakka Silicon sannfærður um að þeir lendi ekki í sömu ógöngum og United Silicon í Helguvík. Kísliverið á Bakka sé tæknilega öðruvísi og engan veginn...
30.03.2017 - 17:24

Tugmilljóna bakreikningur vegna verðstríðsins

Hæstiréttur dæmdi Haga í dag til að greiða Norvik 51 milljón króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu Bónuss í verðstríði lágvöruverðsverslana fyrir tólf árum. Verðstríðið hófst þegar tilkynnt var um verðlækkanir Krónunnar sem ætlaði í harða...
30.03.2017 - 17:21

„Bara ómerkilegur leppur Ólafs Ólafssonar“

Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Landsbankans, vandar Ólafi Ólafssyni og samstarfsmönnum hans ekki kveðjurnar í bloggfærslu sem hann skrifar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu Hauck & Aufhäuser að...
30.03.2017 - 16:21

Sævar: „Viljum leggja allt í sölurnar“

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að bærinn vilji leggja allt í sölurnar til að HB Grandi sjái Akranes sem alvöru valkost þegar ákveðið verður hvar fiskvinnsla fyrirtækisins verði sameinuð á einum stað.

Óvíst um réttindi Íslendinga í Bretlandi

Réttur Íslendinga til að dvelja og starfa í Bretlandi fellur niður þegar Bretar yfirgefa Evrópusambandið. Loftferðasamningar milli landanna tveggja falla líka niður. Semja þarf að nýju við Breta um fjölmargt í samskiptum ríkjanna.
30.03.2017 - 07:30

Meðeigandi: Þýski bankinn aldrei eigandi

Fyrrverandi meðeigandi í þýska bankanum Hauck & Aufhäuser sagði rannsóknarnefnd Alþingis að bankinn hefði ekki verið raunverulegur eigandi. Til þess hefði þurft samþykki stjórnar sem aldrei hefði verið leitað eftir.
30.03.2017 - 06:57

Nær 11 þúsund fluttu til Íslands í fyrra

10.958 fluttu til Íslands í fyrra, árið 2016. 4.069 fleiri fluttu til landsins en frá því. Landsmönnum hefur aðeins tvisvar áður fjölgað jafn mikið vegna búferlaflutninga á einu ári. Það var árin 2006 og 2007.
30.03.2017 - 06:56

Ólafur og dularfullu útlendingarnir

Hvers vegna ætti einhver að hafa áhyggjur af því þó Ólafur Ólafsson væri í samskiptum við útlendinga, spurði verjandi meðan á aðalmeðferð Al Thani-málsins stóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2013. Spurninguna bar hann upp eftir að saksóknari...
29.03.2017 - 20:45

Ekki aðkallandi að rannsaka einkavæðinguna

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að búið sé að skoða einkavæðingu bankanna margoft og að ekki sé aðkallandi að rannsaka hana. Hann útiloki þó ekki að einstakir þættir verði rannsakaðir ef góð ástæða er til.
29.03.2017 - 20:12

Hyggjast hækka skatt á ferðaþjónustu

Fækka á undanþágum í virðisaukaskattkerfinu og færa meðal annars ferðaþjónustuna úr lægra skattþrepinu í það hærra. Samhliða því á að lækka hærra þrepið. Forsætisráðherra segir þetta gert til að gera kerfið sanngjarnara og skilvirkara.
29.03.2017 - 19:47

Enginn þekkir huldufélag sem fékk milljarða

Afar takmarkaðar upplýsingar eru til um félagið Dekhill Advisors sem fékk hluta hagnaðarins af Hauck & Aufhäuser-fléttunni á móti Ólafi Ólafssyni. Félagið fékk 46,5 milljónir dollara í sinn hlut sem á þeim tíma nam 2,9 milljörðum króna. Það eru...
29.03.2017 - 18:11

Stjórnvöld hafi ekki getað varist blekkingum

Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra þegar S-hópurinn keypti nær helmingshlut ríkisins í Búnaðarbankanum, segir að ríkið hafi ekki getað varist vel undirbúnum blekkingum kaupenda bankans. Þetta segir hann í skriflegu svari beiðni fréttastofu um...
29.03.2017 - 16:26