Endurbættur Norðfjarðarflugvöllur í notkun

Sjúkraflutningar frá Umdæmissjúkrahúsi Austurlands stórbatna með endurbættum Norðfjarðarflugvelli sem var opnaður í dag. Gamli malarvöllurinn var gjarnan ónothæfur mánuðum saman og olli skemmdum á sjúkraflugvélum.
20.08.2017 - 22:57

Reynir að ráða í leyndardóm álfkonudúksins

Vopnfirðingar fá um helgina að dást að svokölluðum álfkonudúk, dularfullum forngrip frá 17. öld sem sagan segir að hafi verið gjöf frá álfkonu. Fornleifafræðingur hefur rannsakað dúkinn sem líkist mjög tveimur altarisklæðum í Noregi.
20.08.2017 - 10:25

Eigandi vinnubúðanna ætlaði burt með þær í maí

Eigandi vinnubúða á Reyðarfirði er ósáttur við að menn á vegum Alcoa hafi meinað þeim að fjarlægja það sem eftir er af vinnubúðunum sem reistar voru á byggingartíma álversins. Stór hluti húseininga hafi verið seldur og afgangurinn átti að fara í...
18.08.2017 - 19:17

Nokkur tonn af makrílslori flæddu út á götu

Skotlögn sem flytur makríl sem ekki er nýttur til manneldis milli frystihúss og verksmiðju á Þórshöfn á Langanesi sprakk í gær með þeim afleiðingum að þrjú til fjögur tonn af slori flæddu úr lögninni og út á götu. Engin mengun hlaust af óhappinu.
18.08.2017 - 15:00

Fjarðaál vill yfirtaka vinnubúðir og fjarlægja

Lítil prýði er orðin að vinnubúðum sem reistar voru á Reyðarfirði vegna framkvæmda við álver Alcoa Fjarðaáls. Fyrirtækið ætlar að rifta samningum við félag sem keypti búðirnar og átti að vera farið með þær fyrir fjórum árum. Gangi allt eftir gæti...
17.08.2017 - 18:54

Reyndi að smygla eggjum úr landi með Norrænu

Lögregla og tollverðir á Seyðisfirði gripu í morgun íslenskan mann sem hugðist fara með um 100 egg úr landi með ferjunni Norrænu. Eggin eru úr villtum fuglum og blásið hafði verið úr þeim. Samkvæmt heimildum Fréttastofu voru eggin af ýmsum stærðum...
17.08.2017 - 17:24

Fjarðarheiði opnuð að nýju

Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar var lokuð um tíma í dag vegna umferðaróhapps en þar hefur verið mikil þoka í dag. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að enginn hafi meiðst alvarlega en mikil umferð hefur verið um heiðina enda kom...
17.08.2017 - 16:49

Sjö manns í bílveltu á Héraði

Jeppi með sjö manns innanborðs valt við Þórisvatn í Hróarstungu á Héraði á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum eru meiðsl á fólk ekki talin alvarleg.
16.08.2017 - 17:09

Silfurbergsþjófar forðast landvörðinn

Landvörður í silfurbergsnámu í Norðanverðum Reyðarfirði segir að enn sé miklu stolið úr námunni, þrátt fyrir að landvörslu, þjófarnir komi utan hennar vinnutíma. Hún segir mikilvægt að svæðið sé vaktað enn frekar og að náman sé girt af. 
16.08.2017 - 14:21

Hitaveitan á Eskifirði hefur kólnað

Heitavatnsnotkun á Eskifirði hefur aukist meira en reiknað var með og hafa borholur á staðnum kólnað um þrjár gráður. Sérstök niðurdælingarhola hefur aldrei verið boruð en slíkt gæti verið nauðsynlegt til hægt sé að auka vinnslu og halda...
16.08.2017 - 09:20

Mikill makríll fyrir austan land

Mikill gangur er nú í makrílveiði eftir misgóða veiði undanfarnar vikur. Sjómenn segja mikið af makríl á ferðinni austur af landinu og þetta sé mun stærri makríll en undanfarin ár.
15.08.2017 - 13:48

Leik- og grunnskólar á Austurlandi mannaðir

Ráðið hefur verið í nær allar stöður í leik- og grunnskólum á Austurlandi fyrir haustið. Þar er staðan önnur en víða á suðvesturhorninu þar sem enn vantar fjölda fólks til starfa.
15.08.2017 - 12:25

Vill ræða laxveiðitekjurnar á kirkjuþingi

Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands, segir að ákvörðun kirkjuráðs um að sóknarpresturinn á Hofi í Vopnafirði fái ekki lengur tekjur af laxveiði í Hofsá, hefði átt að fá umræðu á kirkjuþingi. Stefna um að prestar fái ekki lengur tekjur...
09.08.2017 - 10:37

Vill birta skýrslu um legu þjóðvegar um firði

Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi, hefur farið fram á að skýrsla sem Vegagerðin vann um legu þjóðvegar 1 um firði verði gerð opinber. Austurfrétt fjallar um þetta og hefur eftir Einari að hann muni ítreka kröfu sína þar sem...
05.08.2017 - 06:43

Presturinn missir milljóna laxveiðitekjur

Kirkjuráð hefur ákveðið að sóknarpresturinn á Hofi í Vopnafirði fái ekki lengur tekjur af laxveiði í Hofsá. Breytingin tekur gildi þegar nýr prestur verður skipaður í embættið í október. Sóknarprestur hafði um fjórar og hálfa milljón króna í tekjur...
04.08.2017 - 13:11