Sádi-Arabar vilja bæta samskiptin við Íraka

Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, fór í opinbera heimsókn til Íraks í gær. Heimsóknin kom víða á óvart, enda undirbúningur hennar ekki farið hátt og 27 ár liðin frá því sádi-arabískur utanríkisráðherra heimsótti Írak síðast. Tilgangur...
26.02.2017 - 05:54

Mannskæðar árásir ógna friðarviðræðum

Minnst 30 létu lífið í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum á herstöðvar stjórnarhersins í borginni Homs í Sýrlandi í dag. Aðrar heimildir herma að yfir 40 hafi dáið í árásunum, sem taldar eru miða að því að koma flóknum og viðkvæmum friðarviðræðum...
25.02.2017 - 23:15

Fékk 10 þúsund fyrir að myrða Kim Jong-nam

Siti Aisyah, indónesísk kona sem sökuð er um að hafa ráðið Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu, af dögum, segist hafa fengið borgað fyrir 400 malasísk ringgit, eða tæpar tíu þúsund íslenskar krónur. Hún hafi talið sig vera að...
25.02.2017 - 11:16

Harðasti andstæðingur Dutertes handtekinn

Lögregla á Filippseyjum handtók í morgun öldungadeildarþingkonuna Leilu de Lima, einn harðasta og áhrifamesta andstæðing Rodrigos Dutertes Filippseyjaforseta til margra ára. de Lima eyddi nóttinni á skrifstofu sinni í þinghúsinu en gaf sig fram við...
24.02.2017 - 04:25

Jong-Nam myrtur með bráðdrepandi taugaeitri

Eitt banvænasta taugaeitur sem til er varð að líkindum Kim Jong-Nam, hálfbróður Kim Jong-Uns, Norður-Kóreuforseta, að bana. Agnarögn af eitrinu fannst á andliti Jong-Nams við krufningu, að sögn lögreglu í Malasíu. Efnagreining leiddi í ljós að þetta...
24.02.2017 - 02:32

Vígamenn hraktir frá Al-Bab

Hersveitir Tyrkja og hliðhollra uppreisnarmanna í Sýrlandi hafa náð sýrlenska bænum Al-Bab að mestu á sitt vald. Fikri Isik, varnarmálaráðherra Tyrklands, staðfesti þetta í dag.
23.02.2017 - 16:02

Íraksher hefur náð flugvellinum í Mósúl

Sveitir Írakshers hafa lagt undir sig flugvöllinn við borgina Mósúl og hrakið vígamenn Íslamska ríkisins þaðan. Breska útvarpið BBC greinir frá þessu og segir að það hafi tekið Íraksher fjórar klukkustundir á ná vellinum á sitt vald.
23.02.2017 - 15:48

Hart barist á Mósúl-flugvelli

Sérsveitir Írakshers og írösku lögreglunnar hafa náð stórum hluta flugvallarins í Mósúl á sitt vald og sækja að herstöð skammt frá. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir lögregluforingjanum Amir Abdul Kareem, en sveitir hans sækja að Ghozlani-...
23.02.2017 - 13:18

Naruhito tilbúinn til að taka við

Naruhito krónprins í Japan kveðst reiðubúinn til að taka við embætti keisara af föður sínum. Hann greindi frá þessu á fundi með fréttamönnum í morgun. 
23.02.2017 - 10:57

Íraksher kominn inn á flugvöllinn í Mósúl

Sveitir úr Íraksher eru komnar inn á flugvöllinn við borgina Mósúl. Fréttamenn frá AFP á staðnum greindu frá þessu. Þeir sögðu að stjórnarhermenn væru komnir að byggingum á vestanverðum flugvellinum.
23.02.2017 - 10:06

Fréttum um morðið útvarpað yfir landamærin

Herinn í Suður-Kóreu hefur síðustu daga útvarpað fregnum um morðið á Kim Jong-Nam í gegnum risastóra hátalara yfir landamærin til Norður-Kóreu. Suðurkóreska sjónvarpsstöðin MBC greindi frá þessu í morgun.
23.02.2017 - 09:48

Býst ekki við miklum árangri

Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, segist ekki búast við meiriháttar árangri í friðarviðræðum stríðandi fylkinga, sem hefjast í Genf á morgun. Forystumenn helstu fylkinga hafa boðað þátttöku í viðræðunum.
22.02.2017 - 17:41

Kína hættir að kaupa kol frá Norður-Kóreu

Kínverjar ætla ekki að kaupa kol frá Norður-Kóreu út þetta ár. Tilkynning þess efnis var gefin út um helgina. Fréttastofan AFP segir að Norður-Kórea verði fyrir vikið af mikilvægum gjaldeyri sem ríkið sárvanti. 
21.02.2017 - 13:20

Skipaði eiginkonuna í embætti varaforseta

 Ilham Alijev, forseti Aserbaísjan, hefur skipað eiginkonu sína fyrsta varaforseta landsins. Forsetinn birti yfirlýsingu þess efnis á vefsíðu sinni í morgun.
21.02.2017 - 11:15

Um 2.000 vígamenn eftir í Mósúl

Um 2.000 vígamenn Íslamska ríkisins eru eftir í vesturhluta borgarinnar Mósúl til að verjast sókn Írakshers. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir ónefndum fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar í dag.
20.02.2017 - 13:51