Netanyahu ræddi við Pútín um Íran

Ógn stafar af auknum umsvifum Írana í Sýrlandi. Þetta sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á fundi með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í dag.

Tyrkir vara við atkvæðagreiðslu Kúrda

Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, fordæmdi boðaða atkvæðagreiðslu Kúrda á fundi með ráðamönnum í Írak í dag og kvaðst ætla að endurtaka þær yfirlýsingar á fundi með Massod Barzani, forseta Kúrda, í Arbil seinnipartinn.
23.08.2017 - 14:03

Uppreisnarmenn deila í Jemen

Deilur hafa sprottið upp milli uppreisnarmanna í Jemen, Hútí-fylkingarinnar og stuðningsmanna Ali Abdulla Saleh, fyrrverandi forseta landsins.
23.08.2017 - 11:40

Fyrrverandi forsætisráðherra laus úr fangelsi

Han Myeong-Sook, fyrrverandi forsætisráðherra Suður-Kóreu, var í morgun sleppt úr fangelsi eftir að hafa afplánað tveggja ára fangelsisdóm. 
23.08.2017 - 10:50

Tugir féllu í loftárás á Sanaa

Að minnsta kosti 30 létu lífið í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna á Sanaa, höfuðborg Jemens, í morgun. Fjöldi almennra borgara er þar á meðal.
23.08.2017 - 10:25

Mannskæð árás í Lashkar Gah

Fimm almennir borgarar létu lífið og 38 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás Talibana við höfuðstöðvar lögreglu í Lashkar Gah í Helmand héraði í Afganistan í morgun.
23.08.2017 - 10:14

Þrjú ár frá árásunum á Gaza

Palestínumenn minnast þess að þrjú ár eru frá því að Ísraelsher hóf stórfelldar sprengjuárásir á byggðir Palestínumanna á Gaza. Hátt í 2.300 Palestínumenn létu þá lífið, þar af 590 börn. Að minnsta kosti 450 þúsund íbúar misstu heimili sín.

Geta byrjað að auðga úran innan fimm daga

Talsmaður Íransstjórnar segir að ef Bandaríkjamenn rifta samkomulagi við Íran um kjarnorkuáætlun geti Íranar hafið auðgun úrans að nýju innan fimm daga. Trump Bandaríkjaforseti hefur haft í hótunum um að rifta kjarnorkusamningnum, sem á að koma í...
22.08.2017 - 13:23

Á annað hundrað féllu á einni viku

Hátt á annað hundrað almennir borgarar féllu í síðustu viku í loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á hverfi í borginni Raqqa í Sýrlandi sem enn eru undir yfirráðum Íslamska ríkisins. 250 loftárásir voru gerðar á borgina.
22.08.2017 - 11:48

Mattis hvetur Íraka til dáða

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Bagdad höfuðborgar Íraks í morgun til að hvetja stjórnarliða til dáða í baráttunni gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins.

Flugskeyti skotið á sendiráðahverfi í Kabúl

Flugskeyti var í dag skotið á víggirta hverfið í Kabúl, höfuðborg Afganistans, þar sem sendiráð erlendra ríkja eru til húsa. Það lenti á knattspyrnuvelli og olli engu manntjóni að því er talið er. Að sögn fréttamanna AFP fréttastofunnar í Kabúl...
21.08.2017 - 19:40

Danir taka þátt í æfingu á Kóreuskaga

Danskir hermenn taka þátt í sameiginlegri heræfingu Suður-Kóreu og Bandaríkjanna á Kóreuskaga. Heræfingin hófst í morgun með æfingum á viðbrögðum við tölvuárás frá Kóreu.
21.08.2017 - 05:38

Heræfing olía á ófriðareldinn á Kóreuskaga

Bandaríkin og Suður-Kórea hella olíu á eld ófriðarbálsins sem nú brennur á milli Kóreuríkjanna láti ríkin verða af árlegri sameiginlegri heræfingu sinni í næstu viku. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Heræfingin á að...
20.08.2017 - 07:52

Ráðast að síðasta vígi Íslamska ríkisins

Íraksher réðist í kvöld að Tal Afar, höfuðvígi hryðjuverkasveitanna sem kenna sig við Íslamskt ríki í norðurhluta Íraks. AFP hefur eftir ræðu Haiders al-Abadis, forsætisráðherra Íraks, að herinn ætli að frelsa svæðið undan vígamönnum. Vígamenn eiga...
20.08.2017 - 01:44

Árás á annað ríkið árás á bæði

Ráðamenn í Norður-Kóreu verða að gera sér grein fyrir því að árás á Japan jafngildir árás á Bandaríkin. Þetta sagði Joe Dunford, formaður bandaríska herráðsins, hæst setti herforingi Bandaríkjamanna, að loknum fundi með japönskum starfsbróður sínum...
18.08.2017 - 08:57