Olíubruni í Pakistan veldur dauðsföllum

Að minnsta kosti 123 manns létu líf sitt í borginni Bahawalpur í Pakistan í nótt þegar kviknaði í vörubíl sem flutti olíu. Þetta hefur fréttastofa BBC eftir þarlendum yfirvöldum. Tugir manns slösuðust við eldinn og eru nú á spítala. Slökkviliðið í...
25.06.2017 - 06:33

120 saknað eftir aurskriðu í Kína

Staðfest er að fimmtán létu lífið og að minnsta kosti 120 er saknað eftir að aurskriða féll á fjallaþorpið Xinmo í Sichuan héraði í Kína. Um 40 heimili gjöreyðilögðust í skriðunni sem féll um sex leytið í morgun að staðartíma.
24.06.2017 - 15:42
Erlent · Asía · Kína

140 manns saknað eftir aurskriðu

Um 40 heimili eyðilögðust í stærðarinnar aurskriðu í þorpinu Xinmo í suðvesturhluta Kína í nótt. Meira en 140 manns er saknað. Björguanrstarf er þegar hafið. Jarðýtur eru notaðar til að grafa eftir þeim sem er saknað, eins og sjá má af myndum frá...
24.06.2017 - 02:48
Erlent · Hamfarir · Asía · Kína

Hátt í 200.000 veikst af kóleru í Jemen

Nærri 193.000 manns hafa veikst af kóleru í Jemen, en óttast er að þeir verði allt að 300.000 í lok ágúst. Þetta sagði Meritxell Relano, talskona Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,  á fundi með fréttamönnum í Genf í morgun. 
23.06.2017 - 11:55

Abadi: Mósúl frelsuð innan fárra daga

Yfirlýsingar er að vænta á næstu dögum um frelsun borgarinnar Mósúl úr klóm hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins. Írakska sjónvarpsstöðin Sumaria hafði þetta eftir Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks í gærkvöld.
23.06.2017 - 09:46

Neita ásökunum um þjóðarmorð

Tveir af forystumönnum stjórnar Rauðu kmeranna í Kambódíu á áttunda áratug síðustu aldar neituðu ásökunum um þjóðarmorð fyrir rétti í morgun.
23.06.2017 - 08:47

Rússar skjóta á vígamenn í Sýrlandi

Flugskeytum hefur verið skotið á hryðjuverkasveitir Íslamska ríkisins í Sýrlandi frá tveimur rússneskum herskipum og rússneskum kafbáti á Miðjarðarhafi undanfarna daga. Varnarmálaráðuneytið í Moskvu greindi frá þessu í morgun.
23.06.2017 - 08:40

Katar: Grannríki setja skilyrði

Fjögur ríki sem slitu stjórnmálasambandi við Katar fyrr í þessum mánuði hafa sett stjórnvöldum í Doha skilyrði sem þau verði að uppfylla til að fá refsiaðgerðum aflétt. Ráðamenn í Katar fá nokkurra daga frest til að verða við kröfum ríkjanna.
23.06.2017 - 08:30

Eldflaugatilraunum haldið áfram

Norður-Kóreumenn prufukeyrðu í nótt nýja eldflaug. Þeira hafa það fyrir augum að þróa eldflaugar sem drífa til meginlands Bandaríkjanna og var tilraun næturinnar liður í þeirri vinnu. Þrátt fyrir aukinn alþjóðlegan þrýsting um að láta af hervæðingu...
23.06.2017 - 06:42

Choi dæmd til þriggja ára

Choi Soon-sil var í dag, föstudag, dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir spillingu. Þetta hefur BBC eftir suður-kóreskum fjölmiðlum. Choi hefur verið undir smásjá alþjóðlegra fjölmiðla undanfarið vegna spillingarmáls í Suður-Kóreu, en hún var  grunuð um...
23.06.2017 - 02:58

Tyrkir senda vörur til Katar

Tyrkir sendu í dag skip hlaðið matvælum áleiðis til Katar til að bregðast við skorti á nauðsynjum vegna viðskiptabanns Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein. 
22.06.2017 - 16:46

Vígamenn skráðir í gagnagrunn

Bandaríkjamenn og bandamenn sem berjast gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi eru að koma upp gagnagrunni þar sem geymdar verða upplýsingar um erlenda vígamenn sem berjast í ríkjunum tveimur.

Milljónir barna hjálparþurfi

Meira en fimm milljónir barna í Írak þurfa á brýnni aðstoða að halda. Þetta segir í tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.
22.06.2017 - 12:32

Al-Nuri-moskan jöfnuð við jörðu

Al-Nuri-moskan í Mósúl, sem talin er hafa verið byggð á 12. öld, var sprengd í loft upp í gær. Íraskir ráðamenn segja hryðjuverkasveitir Íslamska ríkisins hafa sprengt moskuna, en samtökin segja Bandaríkjamenn hafa verið að verki. 
22.06.2017 - 12:18

Ekki forgangsmál að Assad fari frá

Frakkar telja það ekki lengur forgangsmál að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands fari frá völdum því ekki sé lögmætur eftirmaður í sjónmáli.
22.06.2017 - 11:24