Skip stöðvuð við ólöglegar veiðar við Líberíu

Strandgæsla Líberíu stöðvaði nýverið þrjú skip sem staðin voru að ólöglegum veiðum í líberískri landhelgi. Strandgæslan naut aðstoðar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd við þessar aðgerðir, segir í tilkynningu frá líberíska varnarmálaráðuneytinu...
28.02.2017 - 01:49

Dauðadæmdur Norðmaður náðaður í Kongó

Yfirvöld í Kongó hafa ákveðið að náða Joshua French, Norðmann sem dæmdur var til dauða árið 2014. Alexis Mwamba, dómsmálaráðherra Kongó, skýrði frá þessu í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK.
27.02.2017 - 15:41

Herormaplága í sunnanverðri Afríku

Herormaplága ógnar uppskeru nokkurra landa í sunnanverðri Afríku. Plágan hefur verið staðfest í Zimbabwe og beðið er eftir niðurstöðum rannsókna í fimm öðrum löndum.
25.02.2017 - 18:43

Nýr forseti í Sómalíu

Mohamed Abdullahi Mohamed sór í dag embættiseið sem forseti Sómalíu, en hann hann fór með sigur af hólmi í forsetakosningum sem fram fóru á þingi landsins fyrr í þessum mánuði. 
22.02.2017 - 15:05

Tugir fundust látnir við Líbíuströnd

Lík tuga flóttamanna hefur rekið á land við borgina Zawiya í Líbíu. Fréttastofan AP hefur eftir fulltrúa Rauða hálfmánans í Líbíu að lík 74 flóttamanna hafi fundist við ströndina í morgun.
21.02.2017 - 11:03

Skotið á bílalest forsætisráðherrans

Engan sakaði þegar skotið var á bílalest Fayez al-Sarraj, forsætisráðherra alþjóðlega viðurkenndrar stjórnar í Líbíu, í dag.
20.02.2017 - 13:34

Dauðadómar staðfestir

Dómstóll í Egyptalandi staðfesti í morgun dauðadóma yfir tíu mönnum sem sakaðir eru um þátttöku í óeirðum á knattspyrnuleik í Port Said árið 2012, þar sem tugir létu lífið. Fréttastofan AFP hefur þetta eftir embættismönnum.
20.02.2017 - 11:09

Mannskæð sprengjuárás í Mogadishu

Minnst átján létu lífið og tugir særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, um hádegi. Árásarmaður ók bíl hlöðnum sprengiefni inn á fjölmennan markað og sprengdi hann í loft upp.
19.02.2017 - 14:38

Almennir borgarar myrtir á hrottafenginn hátt

Vígamenn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó drápu 25 almenna borgara á hrottalegan hátt í gær. AFP fréttastofan hefur þetta eftir yfirvöldum og aðgerðarsinnum í austurhluta landsins. Mikil átök hafa verið í þeim hluta landsins.
19.02.2017 - 07:52

Sáttaumleitanir hafnar í Líbíu

Andstæðar fylkingar í Líbíu hafa fallist á að skipa nefnd til að leita sátta og koma á friði í landinu.
15.02.2017 - 14:02

Neyðarástand vegna þurrka í Kenía og Sómalíu

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kenía vegna mikilla og langvarandi þurrka sem þjakað hafa fólk og fénað víða um land. Forsetinn, Uhuru Kenyatta, kallar eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu og boðar aukna matardreifingu af hálfu hins opinbera...
11.02.2017 - 01:52

17 dóu í troðningi á íþróttaleikvangi

Minnst 17 áhorfendur fórust í troðningi á knattspyrnuleikvangi í Norður-Angóla í dag, að sögn lögregluyfirvalda.Tugir til viðbótar slösuðust, margir þeirra alvarlega. Mikill troðningur varð við megininngang leikvangsins í aðdraganda leiksins í bænum...
11.02.2017 - 00:38

Rændu áhöfn þýsks flutningaskips

Átta manna áhöfn þýska flutningaskipsins BBC Caribbean er í haldi mannræningja, sem réðust um borð í skipið þegar það var á siglingu undan ströndum Nígeríu fyrir nokkrum dögum. Ekkert er vitað um skipverjana, sjö Rússa og Úkraínumann, þar sem...
08.02.2017 - 16:41

Santos ætlar að hætta

Jose Eduardo dos Santos, forseti Angóla, ætlar að láta af embætti eftir kosningar sem verða í ágúst.
03.02.2017 - 10:20

Á annað þúsund bjargað á Miðjarðarhafi

Nærri 1.800 flóttamönnum var bjargað á Miðjarðarhafi á innan við sólarhring að sögn ítölsku strandgæslunnar. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Leiðtogar Evrópusambandsríkja hittast á Möltu á morgun og ræða leiðir til að fækka ferðum flóttamanna...
03.02.2017 - 01:48