Franskir rannsakendur skoða þyrluslysið

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur skipað fulltrúa við rannsóknina á brotlendingu þyrlu Ólafs Ólafssonar athafnamanns, sem brotlenti með fimm farþega á Hengilssvæðinu í maí í fyrra. Málið er enn í rannsókn hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa...
25.07.2017 - 23:26

Samþykkja hertar aðgerðir gegn Rússum

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að setja nýjar og hertar viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi, Íran og Norður Kóreu. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í henni eru nefndir sérstaklega rússneskir embættismenn...
25.07.2017 - 22:40

Höfða kannski mál gegn konunni sem fékk kalsár

Konan sem fékk alvarlegt kalsár eftir fitufrystingu krafðist rúmlega tveggja milljóna króna í bætur. Fyrirtækið, sem framkvæmdi fitufrystinguna, íhugar að höfða málsókn á hendur konunni. Hún beri sjálf ábyrgð á áverkanum sem hún hlaut eftir...
25.07.2017 - 22:10

Réttað um örlög Charlies

Dómstólar í Bretlandi rétta nú um það hvort hag Charlies Gards, tæplega eins árs bresks drengs sem er í dái og getur ekki andað, sé best borgið á líknardeild. Charlie greindist með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm þegar hann var um átta vikna gamall og...
25.07.2017 - 22:03

Valsmenn að stinga af í Pepsi deildinni?

Valsmenn gerðu góða ferð til Ólafsvíkur í kvöld þar sem þeir unnu góðan 2-1 sigur á heimamönnum í Víking Ólafsvík. Með sigrinum eru Valsmenn komnir með sex stiga forskot á toppi deildarinnar þegar 12 umferðum af 22 er lokið. Valsmenn eru dottnir úr...
25.07.2017 - 21:09

Naumur meirihluti um heilbrigðisfrumvarp

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld með eins atkvæðis mun að hleypa áfram frumvarpi sem miðar að því að afnema lög um heilbrigðistryggingar sem Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, setti árið 2010.
25.07.2017 - 20:47

Þýskaland og Svíþjóð áfram í 8-liða úrslit

Í kvöld lauk B-riðli Evrópumótsins í Hollandi. Þýskaland mætti Rússlandi og Svíþjóð mætti Ítalíu. Ljóst var að sigurvegarinn úr leik Þýskalands og Rússlands færi áfram í 8-liða úrslit en Svíþjóð dugði jafntefli gegn Ítalíu til að komast áfram....
25.07.2017 - 20:44

Hitamet féll í dag - nærri 28 gráður

Hitamet sumarsins féll í dag þegar nærri 28 gráður mældust í Fnjóskadal. Á Végeirsstöðum í Fnjóskadal var hitinn 27,7 gráður um klukkan fjögur í dag. Síðast var jafn heitt á landinu 9. ágúst 2012 á Eskifirði. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem...
25.07.2017 - 20:13

Keðjusagarárásarmaðurinn handtekinn

Maðurinn sem særði fimm í árás með keðjusög í svissneska bænum Schaffhausen í gær var í dag handtekinn í bæ 60 kílómetrum frá árásarstaðnum. Fréttastofan AFP skýrir frá þessu.
25.07.2017 - 19:53

Jökulsárlón friðlýst: Óttast ekki málsókn

Um 189 ferkílómetra svæði, þar á meðal Jökulsárlón, var í dag friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Umhverfisráðherra óttast ekki málsókn á hendur ríkinu vegna kaupa á jörðinni Felli. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, undirritaði...
25.07.2017 - 19:05

Freyr: „Þurfum að finna gleðina aftur“

„Gleðina hefur ekki vantað hjá okkur á þessu móti en þegar að tilfinningarnar fara svona niður eins og eftir leikinn gegn Sviss þá þarf að finna gleðina aftur. Þessi flotti völlur og leikurinn á morgun verður kjörinn vettvangur til þess,“ segir...
25.07.2017 - 19:00

Betlarar dæmdir í fangelsi í Danmörku

Þrír menn voru í dag dæmdir í tveggja vikna fangelsi fyrir betl á götum Kaupmannahafnar. Mennirnir mættu ekki fyrir dóminn og enginn húsgangsmaður hefur enn verið hnepptur í varðhald fyrir slíkar sakir í Danmörku. Fjórir hafa samt fengið...
25.07.2017 - 18:44

Ingibjörg: „Við verðum yfir í baráttunni“

Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, er vel stemmd fyrir leikinn gegn Austurríki á morgun á Evrópumótinu í Hollandi. Hún viðurkennir að síðustu dagar hafi verið erfiðir eftir að liðið datt úr keppni en stelpurnar séu nú búnar að gíra...
25.07.2017 - 18:37

Höfundur Simpsons gerir nýja Netflix þætti

Matt Groening, maðurinn á bak við teiknimyndaþættina The Simpsons og Futurama, hefur fengið grænt ljós frá Netflix streymiveitunni sem mun sýna nýjustu þætti hans. Þeir heita Disenchantment og fjalla að hans sögn um „lífið og dauðann, ást og kynlíf“.
25.07.2017 - 18:10

Metaregn á HM í sundi í dag

Bretinn Adam Peaty var ekki sá eini sem setti heimsmet á heimsmeistaramótinu í sundi í dag en þær Kylie Masse frá Kanada og Lilly King frá Bandaríkjunum gerðu slíkt hið sama. Hin bandaríska Katie Ledecky komst líka í sögubækurnar en hún varð í dag...
25.07.2017 - 18:06