Telur sig ekki hafa farið á svig við lög

Boðaður hefur verið framhaldsfundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis klukkan eitt en þar á að fjalla um tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara í Landsrétt. Af fimmtán dómurum vill ráðherrann fjóra sem ekki voru í umsögn dómnefndar.
30.05.2017 - 11:12

Hefja söfnun vegna veikinda fyrirliðans

Knattspyrnudeild Víkings í Ólafsvík hefur hrundið af stað söfnun fyrir fyrirliða kvennaliðs félagsins, Ganakonuna Samiru Suleman, vegna alvarlegra veikinda hennar.
30.05.2017 - 10:50

Litla hafmeyjan máluð rauð

Styttan af litlu hafmeyjunnni sem situr á sínum steini í Kaupmannahöfn varð fyrir árás skemmdarvarga í nótt. Rauðri málningu var sprautað á styttuna með þeim skilaboðum að þetta væri gert til þess að mótmæla grindhvalaveiðum Færeyinga.
30.05.2017 - 10:26

Þormóður fánaberi á setningarhátíðinni

Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson var fánaberi Íslands á setningarhátíð Smáþjóðaleikanna í San Marínó í gærkvöld. Íslenski hópurinn var ekki fullmannaður við athöfnina en síðustu ferðalangarnir komu til San Marínó um kl. þrjú í nótt að staðartíma...
30.05.2017 - 09:36

Barnaníðingum bannað að ferðast

Stjórnvöld í Ástralíu hyggjast koma í veg fyrir að dæmdir barnaníðingar geti níðst á börnum í útlöndum. Í nýju langafrumvarpi áströlsku ríkisstjórnarinnar eru ákvæði um að hægt sé að svipta barnaníðing vegabréfi og koma í veg fyrir að hann geti...
30.05.2017 - 08:45

Reikniaðferð hjálpar ekki húsnæðismarkaði

Neysluverðsvísitala, sem reiknuð er með húsnæðislið, hentar ekki vel sem stýritæki fyrir húsnæðismarkað þegar skortur er á húsnæði eins og nú er hér á landi. Þetta segir Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Hún var í...
30.05.2017 - 08:22

„Meirihlutinn bakar borgarbúum mikinn kostnað“

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir stefnu meirihlutans í borginni í samgöngumálum óþolandi. Hann segir að borgin hafi ekki verið búin að útfæra endanlega ódýrustu leið Sundabrautar um Vogabyggð en fyrst að hún verður...
30.05.2017 - 08:06

Manuel Noriega látinn

Manuel Noriega, fyrrverandi einræðisherra Panama, lést í gærkvöldi 83 ára að aldri. Noriega var steypt af stóli í innrás Bandaríkjahers í desember árið 1989.
30.05.2017 - 07:18

Ofþyngd barna eykur líkur á þunglyndi síðar

Þeir sem eru of þungir í barnæsku eiga frekar á hættu að glíma við þunglyndi á fullorðinsárum en þeir sem verða of þungir á fullorðinsárum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna í alþjóðlega verkefninu MooDFOOD. Ingibjörg...
30.05.2017 - 07:13

Vætutíð og vindasamt út vikuna

Veðurstofan spáir vætutíð og vindasömu veðri fram á helgi. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að búast má við austanátt í dag, víða átta til þrettán metrum á sekúndu og rigningu en norðaustan tíu til 18 metrum á Vestfjörðum síðdegis.
30.05.2017 - 06:52

Dæmd fyrir að drekkja börnunum sínum

Kona á fertugsaldri var dæmd í 26 ára fangelsi í Ástralíu í morgun fyrir morðið á þremur barna sinna, og morðtilraun í því fjórða. Konan ók ofan í á skammt utan Melbourne árið 2015.
30.05.2017 - 06:49

Assange fær að dvelja í sendiráðinu

Lenin Moreno, nýkjörinn forseti Ekvador, segir ríkið tilbúið að veita Julian Assange áframhaldandi hæli í sendiráði Ekvadors í Lundúnum, þrátt fyrir að hann sé ekki hlynntur tölvuþrjótum eins og honum. Assange hefur dvalið þar frá árinu 2012 til að...
30.05.2017 - 06:30

FARC fær lengri frest til afvopnunar

Afvopnun skæruliðahreyfingarinnar FARC hefur verið frestað um 20 daga. Til stóð að FARC afvopnaðist í dag. Skæruliðarnir verða almennir borgarar eftir 60 daga. AFP fréttastofan hefur eftir Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, að frestunin hafi...
30.05.2017 - 06:16

Krefjast uppgjafar vígamanna í Marawi

Filippeysk stjórnvöld krefjast þess að vígamenn í borginni Marawi leggi niður vopn. Yfir 100 hafa fallið í átökum í borginni frá því þau hófust fyrir viku. Þyrlur voru notaðar til að gera flugskeytaárásir á hverfi sem vígamenn náðu á sitt vald í...
30.05.2017 - 05:46

Norður-Kórea fagnar flugskeytatilraun

Norður-kóresk stjórnvöld staðfestu í gærkvöld að flugskeytatilraunin í fyrrakvöld hafi heppnast vel. Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafði umsjón með tilrauninni. Flugskeytið var nýtt að sögn ríkisfjölmiðils Norður-Kóreu.
30.05.2017 - 05:30