Yfirtökutilboð í Bolton samþykkt

22.02.2016 - 19:04
PEN05 - 20020424 - LONDON, UNITED KINGDOM : Fulham's Danish midfielder Bjarne Goldbaek (L) goes close with a shot past Bolton's captain Gudni Bergsson (R) 23 April 2002,  during tonights Premiership relegation match at Craven Cottage.
Guðni Bergsson lék um árabil hjá Bolton.  Mynd: EPA
Eignarhaldsfélagið Sport Shield mun að öllum líkindum ganga frá kaupum á knattspyrnuliðinu Bolton Wanderers. Stjórn félagsins samþykkti tilboð upp á 7,5 milljónir punda eða því sem nemur einum og hálfum milljarði króna.

Bolton hefur átt í mjög erfiðum fjárhagsvandræðum en félagið skuldar um 173 milljónir punda og er að auki í næstneðsta sæti í ensku B-deildinni. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti.

Mörgum þykir sárt að sjá hvernig komið er fyrir félaginu sem lék um árabil í ensku úrvalsdeildinni. Guðni Bergsson lék við mjög góðan orðstír hjá félaginu í fjölda ára og er goðsögn meðal stuðningsmanna liðsins.

Dean Holdsworth, sem lék með Bolton í sjö ár, fer fyrir hópi nýrra eigenda. Hann verður stjórnarformaður félagsins gangi kaupin eftir. Bolton er í slæmri stöðu og hefur þurft að selja æfingasvæði sitt og bílastæði við leikvang félagsins til að geta greitt skattskuldir.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður