Yfirheyrslu yfir Julian Assange frestað

12.10.2016 - 21:07
epa05145031 WikiLeaks founder Julian Assange speaks to the media from a balcony of the Ecuadorian Embassy in London, Britain, 05 February 2016. Assange hailed a UN panel's finding that he is under arbitrary detention on 05 February, urging Britain
Assange kynnir niðurstöðu rannsóknarnefndar á vegum Mannréttindastjóra Sþ, þar sem segir að bresk og sænsk yfirvöld haldi honum í raun í ólögmætri fangavist með framkomu sinni gagnvart honum.  Mynd: EPA
Yfirheyrslu yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks uppljóstrunarvefjarins, hefur verðið frestað fram í miðjan næsta mánuð að hans ósk. Til stóð að hún færi fram á mánudaginn kemur.

Assange er sakaður um að hafa beitt konur kynferðisofbeldi í Svíþjóð. Hann hefur dvalið í sendiráði Ekvadors í Lundúnum frá því í júní 2012 til að komast hjá því að verða framseldur Svíum. Yfirheyrslan fer þannig fram að saksóknari frá Ekvador spyr hann spurninga sem yfirvöld í Svíþjóð vilja fá svör við. Hann sér jafnframt um að taka lífsýni úr Assange, ef hann fellst á það.

Julian Assange hefur alla tíð neitað því að hafa brotið neitt af sér meðan hann dvaldist í Svíþjóð. Hann neitar að fara þangað þar sem hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV