Yfir 80 þúsund skrifað undir

24.02.2016 - 09:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Yfir 80 þúsund hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar þar sem þess er krafist að auknu fjármagni verði varið í heilbrigðiskerfið.

Rétt fyrir klukkan níu í morgun höfðu 80.206 skrifað undir og því hafa rúmlega 500 bæst við síðasta sólarhringinn. 

Undirskriftasöfnunin hefur þó ekki náð efsta sætinu yfir fjölmennustu undirskriftasafnanir í sögu lýðveldisins. Þar trónir enn á toppnum undirskriftasöfnun gegn beitingu breska ríkisins á hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Þar söfnuðust 83.353 undirskriftir. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV