Yahoo fækkar starfsfólki um 9.000 á árinu

02.02.2016 - 23:32
epa05139463 (FILE) A file photo dated 0 August 2015 showing Yahoo! Corporate headquarters and campus with their updated logo in Sunnyvale, California, USA. Yahoo! is to release their 4th quarter and full year 2015 earnings report on 02 February 2016.  EPA
 Mynd: EPA  -  EPA FILE
Veffyrirtækið Yahoo hyggst fækka starfsfólki sínu um 9.000 á þessu ári, en það samsvarar um 15 prósentum af starfsmannafjölda fyrirtækisins. Yahoo greindi nýverið frá því að 4,3 milljarða dollara tap hefði verið í rekstri fyrirtækisins á liðnu ári.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að stjórnendur fyrirtækisins hyggist fylgja áætlun í fjórum liðum til að ná fyrirtækinu á réttan kjöl. Aukin áhersla verði lögð á þær hliðar sem snúa að notendum og þá sérstaklega í farsímum. Áhersla verði lögð á leitarvél Yahoo, tölvupóst og Tumblr vefsíður og að gera þær aðlaðandi í augum auglýsenda.

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV