WHO tókst að koma lyfjum til Taez

11.02.2016 - 11:55
epa04989187 A member of Houthi militia rides a vehicle amid heightened security measures in Sana'a, Yemen, 22 October 2015. According to reports, Human Rights Watch has denounced that Houthi rebel forces have repeatedly fired mortar shells and
Hermaður úr liði Hútí-fylkingarinnar í Jemen.  Mynd: EPA
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að tekist hafi að koma lyfjum og lækningabúnaði til sjúkrahúsa í borginni Taez í Jemen. Tuttugu tonn hafi verið flutt til borgarinnar.

Stofnunin segir að þetta komi til með að fullnægja brýnustu þörf til skamms tíma og vona til að heimild verði veitt til frekari flutnings á hjálpargögnum til borgarinnar, því  200.000 manns séu þar innikróaðir vegna umsáturs uppreisnarmanna í Hútí-fylkingunni og bandamanna þeirra.

Samtökin Læknar án landamæra segjast hafa fengið heimild til að koma lyfjum og tengdum búnaði til Taez í byrjun janúar, en það hafi verið í fyrsta skipti síðan í ágúst á síðasta ári.