Vucic með langmest fylgi

20.03.2017 - 09:41
epa05848026 Serbian Prime Minister Aleksandar Vucic speaks during a joint press conference with German Chancellor Angela Merkel (not pictured) prior to a meeting at the Chancellery in Berlin, Germany, 14 March 2017. Originally Chancellor Merkel wanted to
Aleksandar Vucic, forsætisráðherra Serbíu.  Mynd: EPA
Aleksandar Vucic, forsætisráðherra Serbíu og leiðtogi Serbneska framfarflokksins, nýtur stuðnings meira en helmings kjósenda fyrir forsetakosningarnar sem verða í landinu 2. apríl.  

Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem fréttamiðillinn B92 birti í morgun. Um 53 prósent aðspurðra vilja Vucic sem næsta forseta.

Næstir honum að fylgi eru grínistinn og baráttumaðurinn Luka Maksimović og Sasa Jankovic, sem býður sig fram fyrir samtök sem kalla sig Fyrir Serbíu án ótta, en þeir með um 11 prósenta fylgi.

Aðrir eru með minna en 10 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni, en þar í hópi er þjóðernissinninn Vojislav Seselj með tæp níu prósent. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV