Voru of ölvaðir til að fá að fara með í flug

15.02.2016 - 11:46
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tveir menn óskuðu eftir að gista í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík eftir að þeim hafði verið vísað frá borði úr flugvél sökum ölvunar. Mennirnir áttu bókað flug til Gdansk en flugstjóri vélarinnar ákvað að ekki væri óhætt að taka þá með.

Þá hafði lögregla afskipti af þriðja manninum um svipað leyti, en sá lét ófriðlega í flugstöðinni að sögn lögreglu af því að honum var synjað um að fara um borð í flugvél. Hann var ekki ánægður með að ölvun hans kæmi í veg fyrir að hann færi í flugið. Hann sættist að loku á að fá flugmiða sínum breytt og láta renna af sér.

Mynd með færslu
Fréttastofa RÚV