Vopnahlé heldur þrátt fyrir árásir.

28.02.2016 - 11:20
epa05184000 Syrian children play outside their home at the rebel-held neighborhood of Tishreen, after a ceasefire that went into effect in Damascus, Syria, 27 February 2016. According to monitoring group, the ceasefire in Syria was largely holding on 27
Börn að leik í Damaskus í morgun.  Mynd: EPA
epa05183999 An elderly man holds beads as he sits at a street in the rebel-held neighborhood of Tishreen, after a ceasefire that went into effect in Damascus, Syria, 27 February 2016. According to monitoring group, the ceasefire in Syria was largely
Eldri maður áir sér í hverfinu Tishreen í Damaskus í gærmorgun.  Mynd: EPA
Nokkrar loftárásir voru gerðar í norðurhluta Sýrlands og landinu miðju í dag. Þrátt fyrir árásirnar er vopnahléið sem hófst í gær, enn í fullu gildi.

Samkvæmt upplýsingum frá sýrlensku mannréttindavaktinni voru loftárásir gerðar á sjö þorp í Aleppo og Hama-héraði í morgun, en talið er að þoturnar tilheyri annaðhvort Rússum eða sýrlenska stjórnarhernum. Að minnsta kosti einn lét lífið í árásunum. 

Óljóst er hvort árásirnar voru gerðar utan þeirra svæða þar sem samið var um vopnahlé. Vopnahléð, sem tók gildi í gær, felur í sér að Rússar, Bandaríkin og sýrlenski stjórnarherinn gera lát á árásum á uppreisnarmenn í landinu, en ekki á íslömsk hryðjuverkasamtök á borð við Al-Nusra og Íslamska ríkið. 

Al-Nusra og Íslamska ríkið ráða yfir nær helmingi Sýrlands.

Nóttin var róleg í Aleppo, næst stærstu borg Sýrlands og sáust fjölmargir á ferli nú í morgunsárið - eitthvað sem ekki hefur sést lengi. Sama var uppi á teningnum í höfuðborginni Damaskus. 

Litið er á vopnahléið sem stórt skref í átt að friði í Sýrlandi, en þetta er víðtækasta vopnahlé sem tekið hefur gildi í landinu síðan átökin hófust árið 2011.

epa05183999 An elderly man holds beads as he sits at a street in the rebel-held neighborhood of Tishreen, after a ceasefire that went into effect in Damascus, Syria, 27 February 2016. According to monitoring group, the ceasefire in Syria was largely
Eldri maður áir sér í hverfinu Tishreen í Damaskus í gærmorgun.  Mynd: EPA
Eldri maður áir sér í hverfinu Tishreen í Damaskus í gærmorgun.
Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV