Vopnaður maður ók á lögreglubíl

19.06.2017 - 15:00
Mynd með færslu
 Mynd: FR1
Vopnaður maður ók á lögreglubíl á Champs-Élysées breiðgötunni í París í Frakklandi um klukkan tvö að íslenskum tíma. Ökumaðurinn var vopnaður en samkvæmt frönsku lögreglunni er hann látinn. Talið er að hann sé sá eini sem hafi orðið meint af.

Franskir miðlar segja að þetta hafi verið árás. Maðurinn hafi verið vopnaður en hann missti meðvitund eftir áreksturinn. Lögreglubíllinn skemmdist nokkuð en bíll árásarmannsins stóð í ljósum logum í nokkrar mínútur eftir að honum var ekið á lögreglubílinn. 

Franska lögreglan er með mikið viðbúnað við götuna. Tæpir tveir mánuðir eru síðan lögreglumaður var skotinn til bana á breiðgötunni, þremur dögum fyrir fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. 
 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV