Vitarnir heilla

14.09.2017 - 15:25
Ingvar Hreinsson verkstjóri hjá Vegagerðinni fer árlega með vinnuhópa að vitum landsins og sinnir viðhaldi. Starfið segir hann gefandi og skemmtilegt, vitar séu líka fallegar byggingar sem standi gjarnan á kraftmiklum og mögnuðum stöðum. Ingvar telur að þó tæknin hafi leyst hlutverk vitanna af hólmi að mörgu leiti skynji hann mikinn áhuga almennings fyrir því að þeir lýsi áfram og sé haldið við. Vitarnir hýsi líka margt meira en bara ljós.

Ingvar var gestur Samfélagsins á Rás 1 og hlusta má á viðtalið við hann hér að ofan.

Í þættinum var einnig rætt við Tuma Tómasson forstöðumann sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna en 20 ár eru síðan skólinn var stofnaður.

Mynd með færslu
Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Samfélagið
Þessi þáttur er í hlaðvarpi