Vinnur með kyngervi og transfólk í sigurmynd

Örvarpið 2016
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: Örvarpið

Vinnur með kyngervi og transfólk í sigurmynd

Örvarpið 2016
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
06.03.2017 - 11:04.Vefritstjórn
Örmyndin HAMUR eftir Völu Ómarsdóttir hlaut Örvarpann, siguverðlaunin í samkeppni Örvarpsins á Stockfish kvikmyndahátíðinni um helgina.

HAMUR er hluti af stærra verkefni sem Vala vinnur að því að þróa ásamt Hallfríði Þóru Tryggvadóttir undir nafninu GERVI Productions. „Við erum að vinna með kyngervi og málefni transfólks og erum núna að framleiða lengri stuttmynd í samvinnu við Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur,“ segir Vala og bætir við að það sé ómetanlegt tækifæri að sýna örmyndina á Stockfish áður en næstu skref í ferlinu eru tekin.

HAMUR, sigurmynd Örvarpsins 2016.

Í umsögn dómnefndar segir að HAMUR fjalli um kyngervi og frelsið til að vera maður sjálfur. Myndin sé stílhrein og hver rammi úthugsaður þar sem samspil tónlistar og klippingar sé gott, auk þess öll tæknivinnsla til fyrirmyndar.

Örvarpið er örmyndahátíð RÚV á netinu og vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist. Hver sem er getur sent inn mynd af hvaða tagi sem er, eina skilyrðið er að hún sé ekki lengri en fimm mínútur. Dómnefnd valdi vikulega í haust eina mynd til að sýna á vef Örvarpsins og afraksturinn var svo sýndur á sérstakri sýningu á Stockfish hátíðinni.

Tengdar fréttir

Örvarpið 2016 – allar örmyndirnar

Örvarpið í Bíó Paradís laugardaginn 5. mars