Vinna hafin við framsal Guzmans

11.01.2016 - 05:28
Mexican drug lord Joaquin "El Chapo" Guzman, right, is escorted by soldiers and marines to a waiting helicopter, at a federal hangar in Mexico City, Friday, Jan. 8, 2016. The world's most wanted drug lord was recaptured by Mexican marines
Hermaður gætir Guzmans.  Mynd: AP
Yfirvöld í Mexíkó eru byrjuð að vinna að því að framselja Joaquin „El Chapo" Guzman til Bandaríkjanna. Skrifstofa ríkissaksóknara greindi frá því í nótt að deild alþjóðalögreglunnar Interpol í Mexíkó væri búin að fara með tvær handtökuskipanir í fangelsið til Guzmans.

Framsalsbeiðnin verður nú tekin fyrir í dómstólum í Mexíkó. Þaðan fer hún til utanríkisráðuneytisins sem verður að samþykkja allar slíkar beiðnir. Ríkissaksóknari tók fram að sakborningurinn eigi möguleikann á að krefjast lögbanns á ákvörðun ráðuneytisins.
Guzman er eftirlýstur í sex ríkjum Bandaríkjanna og á yfir höfði sér ákærur fyrir dreifingu eiturlyfja og manndráp þar í landi.