Villa enn án sigurs

09.01.2016 - 14:52
epa04776462 An Aston Villa fan reacts at the end of the FA Cup Final soccer match between Arsenal and Aston Villa at Wembley stadium in London, Britain, 30 May 2015.  EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA DataCo terms and conditions apply. http://www.epa.eu/files
Stuðningsmenn Aston Villa eru að ganga í gegnum erfiða tíma.  Mynd: EPA
Það gengur hvorki né rekur hjá enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa sem gerði í dag 1-1 jafntefli við D-deildarlið Wycombe í enska bikarnum.

Villa komst yfir í leiknum með marki frá Micah Richards. Joe Jacobsson jafnaði hins vegar metin fyrir Wycombe úr vítaspyrnu. Það urðu lokaúrslit leiksins.

Aston Villa hefur ekki unnið í 16 leikjum í röð og er liðið langneðst í ensku úrvalsdeildinni. Frakkinn Remi Garde, sem ráðinn var til liðisins í stað Tim Sherwood, hefur ekki enn unnið leik þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu í níu leikjum.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður