Vill pólitíska stefnubreytingu

20.01.2016 - 20:38
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur þörf á víðtækum aðgerðum í velferðarmálum, eftir að viðamikil rannsókn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sýndi að nærri tíunda hvert barn á landinu líður skort.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fékk Hagstofu Íslands til að gera rannsóknina. 17 atriði voru könnuð hjá börnum á aldrinum 1-15 ára, meðal annars í tengslum við  næringu, klæðnað, húsnæði og félagslíf. Ef tvö atriði vantar telst barn líða skort, en verulegan skort ef þrjú atriði vantar. Rætt er við Sigríði Ingibjörgu og Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, ásamt fleirum, í umfjölluninni hér að ofan.