Vill komast að raunhæfu samkomulagi

22.06.2015 - 11:25
epa04813717 Greece's Prime Minister Alexis Tsipras (R) is welcomed by European Commission President Jean-Claude Juncker (L) ahead of an emergency leaders summit on Greece at the European Commission in Brussels, Belgium, 22 June 2015.  EPA/OLIVIER
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og forsætiráðherra Grikklands  Mynd: EPA
Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands segir útilokað að Grikkir geti orðið við öllum þeim skilyrðum sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Evrópu hafa sett þeim fyrir neyðarláni.

Tsipras er nú staddur á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Brussel þar sem skuldavandi landsins er á dagskrá. Hann fundaði með Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Evrópu í morgun og kynnti þeim nýtt tilboð.

Vill komast að raunhæfu samkomulagi
Grikkir segja að 7,2 milljarða evra neyðarlán frá AGS, Seðlabanka Evrópu og Framkvæmdastjórn ESB sé það eina sem geti bjargað þeim frá þroti. Tsipras sagði fyrir fund sinn við lánadrottna að hann ætlaði að reyna að komast að raunhæfu samkomulagi. Í yfirlýsingu frá forsætisráðherranum segir meðal annars „Lykillinn að raunhæfu samkomulagi er að vernda laun og eftirlaun."

Samkomulag enn ekki í höfn
Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem stýrir viðræðunum í dag segir samkomulag sé enn ekki í höfn. Juncker og Evrópuleiðtogunum er í mun að forðast þjóðargjaldþrot Grikklja með brotthvarfi þeirra úr evrusamstarfinu sem gæti ógnað sameinlegu gjaldmiðilssamstarfinu á evrusvæðinu. Þá er litið að tillögur Grikja sem síðustu möguleika þeirra til að semja um 1,6 milljarða greiðslu sem á að borgast fyrir 30 júní.

Hugsanlegt er að ekki náist lokaniðurstaða í málinu á fundinum. Hann verður aðeins ráðgefandi ef lánadrottnar Grikkja verða ekki við nýjasta tilboði þeirra segir Steffen Seibert, talmaður þýsku ríkisstjórnarinnar.

Vill varanlegt samkomulag
Francois Hollande Frakklandsforseti sagði fyrir fundinn að hann vildi sjá varanlegt samkomulag. „Ég vil ekki sjá takmarkað samkomulag. Ég vil fá varanlegt, alheimssamkomulag,“ sagði Hollande. Hann sagði að Frakkar muni gera allt sem í þeirra valdi standi til þess að samkomulag náist fyrir lok leiðtogafundarins eða næstu daga.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV
Hrefna Rós Matthíasdóttir
Fréttastofa RÚV