Vill gera breytingar á uppreist æru

14.07.2017 - 06:28
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust þar sem gerðar verða breytingar á því hvernig menn hljóta uppreist æru. Hörð gagnrýni hefur komið fram varðandi það ferli eftir að Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, fékk uppreist æru og gat þannig fengið lögmannsréttindi sín aftur. Robert hlaut þriggja ára dóm fyrir tæpum áratug fyrir kynferðisbrot gegn fjórum ungum stúlkum

Fjallað er um væntanlegt frumvarp í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Sigríður að löggjafinn verði að „taka afstöðu til þess hvort stjórn­völd eigi yfir höfuð að veita mögu­leika á upp­reist æru.“

Æra verði ekki end­ur­reist með einu penn­astriki og hægt sé að tryggja mögu­leika á end­ur­heimt borg­ara­legra rétt­inda dæmdra ein­stak­linga með öðrum og skýr­ari hætti í lög­um. 

Sigríður segist hafa byrjað að skoða þetta fljótlega eftir að hún varð ráðherra „en umræðan í samfélaginu í dag hvetur okkur vissulega til að ljúka þeirri vinnu sem fyrst.“

Mál Roberts Downey, sem fékk uppreist æru í fyrra og í framhaldinu lögmannsréttindi sín aftur með dómi Hæstaréttar, hefur verið gagnrýnt. Downey, sem var lögmaður þegar hann var dæmdur, braut gegn fjórum ungum stúlkum og hlaut þriggja ára dóm fyrir tæpum áratug.