Vill að fólk á tökustað geti átt fjölskyldulíf

Kastljós
 · 
Kvikmyndir
 · 
Menningin
 · 
Menningarefni

Vill að fólk á tökustað geti átt fjölskyldulíf

Kastljós
 · 
Kvikmyndir
 · 
Menningin
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
21.01.2016 - 17:33.Bergsteinn Sigurðsson.Kastljós, .Menningin
„Við erum að taka hérna í Reykjavík svo fólk getur farið heim til sín og átt fjölskyldulíf á meðan,“ segir Baltasar Kormákur um tökur á nýjustu mynd sinni, Eiðunum, sem hann bæði leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í. Vinnutíminn á tökustað er fjölskylduvænni en gengur og gerist í kvikmyndabransanum. Unnið er tíu tíma á dag og frí um helgar. Baltasar segir það geti meðal annars stuðla að aukinni þáttöku kvenna í kvikmyndagerð.

Vinnutíminn á tökustað er fjölskylduvænni en gengur og gerist í kvikmyndabransanum. Unnið er tíu tíma á dag og frí um helgar. Baltasar segir það geti meðal annars stuðlað að aukinni þáttöku kvenna í kvikmyndagerð.

„Nú er kvikmyndabransinn aðeins að fullorðnast. Þetta er eitt af því sem ég hef talað um í sambandi við að kvenfólk geti tekið stærri stöðu í kvikmyndabransanum er það að þetta sé manneskjulegra.“

Eiðurinn er spennutryllir. Í honum leikur Baltasar hjartalækninn Finn en líf hans umturnast þegar dóttir hans hefur samband með hættulegum glæpamanni. Önnur aðalhlutverk eru í höndum Heru Hilmarsdóttur og Gísla Arnar Garðarssonar. Þá leikur Guðrún Sesselja Arnardóttir lögfræðingur rannsóknarlögreglumann í myndinni en hún hefur aldrei leikið áður. 

„Ég hef ekki verið rannsóknarlögreglukona þótt ég hafi verið í sumarlöggunni í gamla daga. En ég hef verið viðstödd margar skýrslutökur þannig að ég veit hvernig þær fara fram,“ segir Guðrún Sesselja. Hún var ekki sérlega kvíðinn fyrir að taka að sér hlutverkið. „Eins og Jói [Jóhann Sigurðarson leikari] maðurinn minn sagði: „Treystu bara Balta, hann veit hvað hann er að gera.““