Vill áætlun áður en fjárveitingar ákveðnar

12.02.2016 - 19:26
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Suðurlandi
Mynd með færslu
 Mynd: Magnús H. Jóhannsson  -  Mudshark
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir ekki hægt að sætta sig við banaslys eins og varð í Reynisfjöru í vikunni. Fjármunir séu þó ekki til svo hægt sé að uppfylla allar óskir lögregluumdæma landsins um að efla löggæslu.

Innanríkisráðherra vill ekkert segja um fjárveitingar til lögreglunnar á svæðinu fyrr en heildarmyndin um hættulega staði hafi verið kortlögð.
„Við fórum á síðasta ári, í lok síðasta árs í að láta útbúa skýrslu um það sem þyrfti að gera til að auka öryggi ferðamanna og vegefarenda. Bæði vil ég nú horfa á þjóðvegakerfi landsins og ferðamannastaði. Og við vitum það að það þarf að bæta verulega í löggæslunu um allt land, já. “

Lögreglustjórinn á Suðurlandi segir að bæta þurfi við minnst tíu lögreglumönnum og veita 200 milljónum króna til að auka öryggi ferðamanna. „Suðurlandið hefur kallað mjög eftir því eins og önnur héruð líka. Við getum ekki sætt okkur við banaslys af þessum toga, aldrei. Og við eigum aldrei að gera það. Við verðum að sjálfsögðu að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir það veg fyrir það.
Ég myndi vilja óska þess að ég gæti uppfyllt allar þær óskir [lögregluumdæma]. Ég veit að það er mikil fjárþörf. Við höfum ekki þá fjármuni eins og staðan er núna. Þess vegna fannst okkur mikilvægt að við myndum gera einhverja áætlun um hvert við viljum stefna svo við sjáum hvað við þurfum mikið.
Áttu von á svona til bráðabirgða að það verði einhver aukning eða styrkur á þessu svæði núna til bráðabirgða í einhvern tíma? Þetta er svona ákveðin neyðarráðstöfun sem þarna fer fram til þess líka að ýta líka eftir því að planlagning sé kláruð. Þetta er ekki viðvarandi ástand eins og þetta liggur fyrir núna enda eru flerii staðir á landinu sem eru líka hættulegir.“