Vilja lengra gæsluvarðhald

19.05.2017 - 13:12
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lögreglan gerir í dag kröfu um það að tveir Pólverjar sem grunaðir eru um að flytja talsvert af sterkum fikniefnum til landsins verði áfram í gæsluvarðhaldi. Eiturlyfin voru falin í bíl, sem annar mannanna kom með til landsins með Norrænu í byrjun mánaðarins, hinn hafði komið til landsins nokkru áður.

Mennirnir voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu tveimur dögum eftir að bíllinn með fíkniefnin kom til Seyðisfjarðar. Lögreglan er afar sparsöm á upplýsingar um málið, en skýrslur hafa verið teknar af allmörgum í tengslum við rannsóknina. 

Broddi Broddason
Fréttastofa RÚV