Vilja fá hlé á móttöku flóttafólks

20.01.2016 - 21:17
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Ráðhúsið í Ottawa í Kanada.  Mynd: CC BY-SA 3.0  -  Wikimedia Commons
Nokkrar af stærstu borgum Kanada hafa tilkynnt að ekki verði tekið á móti fleiri sýrlenskum flóttamönnum í bili vegna þess að fátt sé orðið af húsnæði í boði á viðráðanlegu verði. Flóttamannastofnanir í Halifax, Ottawa, Vancouver og Toronto hafa óskað eftir því að hlé verði gerð á móttöku flóttamanna í borgunum.

John McCallum, innflytjendamálaráðherra Kanada, sagði á blaðamannafundi í dag að hýsing flóttafólksins sé áskorun en ekki óyfirstíganleg sem slík. Straumur flóttafólks sem komi með flugi til landsins sé alls ekki í rénun, en ef einhverjir bæir og borgir þurfi hlé í móttöku flóttafólks, þá sé hægt að finna því stað annars staðar. Mörg sveitarfélög í Kanada hafi óskað eftir því að fá að taka á móti flóttafólki.

Í gær höfðu 11.866 sýrlenskir flóttamenn og aðrir 5.829 til viðbótar fengið leyfi til að koma til Kanada. Sveitarstjórn Ottawa hefur heitið því að taka á móti 25 þúsund flóttamönnum fyrir lok febrúar.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV