Vilja ályktun framfylgt af fullum þunga

14.09.2017 - 12:02
epa06203635 Indian Prime Minsiter Narendra Modi (R) shakes hands with Japanese Prime Minister Shinzo Abe (L) prior to their meeting at the international conferences and event venue Mahatma Mandir in Gandhinagar, India, 14 September 2017.  EPA-EFE
Shinzo Abe og Narendra Modi í Ghandinagar í morgun.  Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Framfylgja verður af fullum þunga nýjustu ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um Norður-Kóreu til að knýja fram stefnubreytingu hjá stjórnvöldum í Pjongjang.

Þetta sagði Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á blaðamannafundi með Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, í Ghandinagar á Indlandi í morgun. Abe sagði að þeir Modi væru  sammála um þetta.

Öryggisráðið samþykkti einróma á mánudag nýja ályktun um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkutilraunar stjórnvalda í Pjongjang.

Norður-kóreskir ráðamenn hafa verið harðorðir í garð Bandaríkjamanna og Japana eftir samþykkt ályktunarinnar.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV