Vilja afnema verðtryggingu neytendalána

21.01.2016 - 15:14
Mynd með færslu
Í Hafnarfirði. Mynd úr safni.  Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Þingmenn Samfylkingarinnar þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám verðtyrggingar neytendalána.

Í greinargerð með frumvarpinu segja flutningsmenn að markmið frumvarpsins sé að leggja bann við verðtryggingu neytendalána, ekki síst eigi það við lán til kaupa á húsnæði.

Með neytendalánum sé átt við lánasamninga sem lánveitandi geri í atvinnuskyni við neytendur. Segja þau flest benda til þess að afnám verðtryggingar neytendalána njóti víðtæks stuðnings og benda á að samkvæmt könnun sem Capacent hafi gert meðal almennings á seinni hluta árs 2009 hafi 80 prósent svarenda verið hlynntir afnámi. Seinni hluta árs 2011 hafi 37 þúsund manns tekið undir kröfu um afnám verðtryggingar og litlar líkur séu á að krafan minnki í bráð.

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV