Víkingur Ó. hafði betur í Vesturlandsslagnum

17.07.2017 - 20:05
Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Kolodziejski  -  RÚV
Víkingur frá Ólafsvík hafði betur gegn ÍA sannkölluðum Vesturlandsslag í Pepsi-deild karla í kvöld. Víkingur Ó. hafði betur 1-0 og var það Guðmundur Steinn Hafsteinsson sem skoraði sigurmark heimamanna á 16. mínútu leiksins.

Skagamenn léku manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Patryk Stefanski fékk að líta rautt spjald eftir slæmt brot undir lok fyrri hálfleiks. Hann fékk tvö gul spjöl og þar með það rauða vegna tveggja brota með þriggja mínútna millibili.

Víkingur Ó. fer upp í 7. sæti deildarinnar með 13 stig eftir sigurinn í kvöld. ÍA er hins vegar á botninum með aðeins 9 stig í ellefum leikjum.

Staðan í Pepsi-deildinni

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður