„Vígin falla“ enn á toppnum

25.03.2017 - 17:00
Mynd með færslu
 Mynd: Pétur Þór Ragnarsson  -  Facebook
Fjórðu vikuna í röð eru Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar á toppi Vinsældalista Rásar 2 með lagið „Vígin falla“. Í öðru sæti listans er íslenska hljómsveitin One Week Wonder með lagið „Angel Eyes“ og í því þriðja er Svala Björgvinsdóttir með „Paper“, sigurlag Söngvakeppninnar 2017, sem er eitt fimm nýrra laga á listanum.

Fjögur önnur ný lög koma inn á lista vikunnar, flytjendur þeirra eru Fleet Foxes, Daði Freyr og Gagnamagnið, Greta Salóme og Aron Can.

Skoðaðu nýjan Vinsældalista Rásar 2 - Vika 12
Frumfluttur lau. kl. 15 | Endurfluttur sun. kl. 22
Samantekt lista: Matthías Már Magnússon
Dagskrárgerð: Sighvatur Jónsson

Mynd með færslu
Sighvatur Jónsson
Vinsældalisti Rásar 2
Þessi þáttur er í hlaðvarpi