Vígamenn beittu sinnepsgasi í Írak

15.02.2016 - 13:44
Mynd með færslu
Liðsmenn Íslamska ríkisins.  Mynd: AP
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki beittu efnavopnum í árásum sínum á Kúrda í Írak í fyrra. Þetta hefur nú verið staðfest af vísindamönnum alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar.

Sýni voru tekin eftir að þrjátíu og fimm kúrdískir skæruliðar veiktust illa í kjölfar árásar íslamska ríkisins skammt frá borginni Erbil í sjálfsstjórnarhéraði Kúrda. Þau eru sögð sanna að sinnepsgasi hafi verið beitt í átökunum. Efnavopnasamtökin hafa áður sýnt fram á að sinnepsgasi var beitt af vígamönnum íslamska ríkisins í Sýrlandi, þær niðurstöður voru gerðar opinberar í október í fyrra. 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV