Vígahnötturinn var á stærð við golfkúlu

13.09.2017 - 11:33
Óvenjubjart stjörnuhrap sást á himni í gærkvöld, en þetta fyrirbæri kallast vígahnöttur. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að sést hafi til hans víða af landinu, þótt hann hafi líklega aðeins verið á stærð við golfkúlu.

Slík stjörnuhröp verða nokkrum sinnum á ári en sjást sjaldnast hér á landi vegna veðurs. Sævar Helgi segir að hægt sé að nota myndefni af vígahnettinum til að sjá hvert hann stefndi og hvar hann lenti  ef hann brann ekki upp til agna í lofthjúpnum.  Það sé hins vegar ekki líklegt að hann finnist. Sævar Helgi á sjálfur brot úr loftstein sem hann telur að líkist þeim sem sást á himni í gærkvöld. Í viðtalinu í spilaranum að ofan má sjá gripinn.

Valgeir Örn Ragnarsson
Fréttastofa RÚV